Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 36

Heimilisblaðið - 01.10.1939, Blaðsíða 36
200 HEíMILISBLAÐIÐ er hann hafði tapað eignum sínum. Nú virtist henni hafa aftur snúist hugur. Því að þótt hún minntist ekki, einu orði á þetta, þá er víst engin ósvífni að halda, að dauði litla barnsins hafi einhverju valdið um það að tilfinningar hennar breyttust að nýju. »Ertu búipn að svara þessu bréfi?< spurði Higgis. »Nei«, svaraði Orme og beit á yörina. »Og ég ætla heldur ekki að svara því, hvorki skriflega né munnlega. En á morg'- un held ég áfram ferðinni til Múr og s,íð- an svo langt, sem auðnan leyfiy mér að fara. Og nú ætla ég að fara og skoða jarð- lögin niðri við fossinn«. »Jæja, þetta eru góð og greið svör«, sagði Higgs, þegar Orme var farinn. »Og fyr- ir mitt leyti þykir mér vænt urn, að hann tekur það þessum tökum; því að ég hygg, að hann verði, oss þarfur til þjónustu með- al Fujiganna. Og' svo er það þetta, að ef hann færi, þá færi Kvik líka, og ég hefði gaman af að vita, hvernig við ættum að hafa okkur fram úr því, ef hans missti við?« Seinna ræddi ég við Kvik um þetta mál og tjáði honum mína skoðun á því og hlýddi hann á það með þeirri lotningu, sem hann sýndi mér allt af. »Ég bið afsökunar«, sagði hann, en þaö er mitt álit, að þið hafið báðir bæði, rétt og rang't fyrir ykkur. Allt hefir tvær hlið- ar — er ekki svo? Þér segið, að það væri slæmt fyrir höfuðsmanninn, ef hann yrði drepinn, nú, er hann hefir svoi miklum auði að fagna, því að það er álit yðar, að lífið sé jafn algengt og rykið á þjóðvegun- um, en peningar dýrir, sjaldgæfir og erfitt að afla. þeirra, Við dáumst ekki að kóngun- um, heldur að kórónum þeirra, og ekki að auðkýfingunum, heldur milljónum þeirra. Þegar öllu er á botninn hvolft, þa taka auðkýfingarnir ekki milljónirnar með sér, því að forsjóninni þóknast ekki, frem- ur en náttúrunni að neitt fari til ónýtis, og foa’sjónin veit, að ef þeir fengju að hafa allt sitt gull með sér, þá myndi það bráðna í ofsahita þess samastaðar, sem þeir eiga vísan. Og þar af leiðir, að »eins dauði er annars brauð«, eins, og kallað er, en í þessu sambandi ætti ég, ef til vill að segja — bveitiþrauð? Annars, þegar til alls kemur, þá hafi,ð þér rétt fyrir yður í því, að það er illa gert að spilla hamingju sinni. Og nú snúum við okkur að hinni hliðinni. Ég þekki hefðarmey þá, sem trúlofuð var höf- uðsmanninum; en það hefði hann aldrei gert, ef hann hefði farið að mínum ráð- um. Því af öllum þeim drósum, sem bera fiskablóð í æðurn, sem ég hefi hitt fyrir, þá er hún sú versta og kaldasta, sem ég hefi nokkurn tíma þekkt. En snoppufríð er hún, það má hún eiga, og það skal ég' játa. Salómó sagði einu sinni, máske dá- lít'ið óhugsað, að hann hefði aldrei hitt fyrir ærlega konu. En ef hann hefði hitt fyrir nefnda jungfrú —- nafnið þarf ekki að nefna — þá myndi hann hafa sagt, það með alráðnum huga, og' sagt það jafnt nætur sem daga. Nú held ég því fram, að maður ætti, aldrei að taka þann þjón aftur, sem sagt hefir upp vistum, og segir að það hryggi sig, því að ef nokkur gerir það, þá verða það þeir, sem hryggjast. — Og því síður skyldi nokkur taka aftur að s,ér snoppufríða drós; það væri raunveru- lega hið sama, sem að drekkja. sjálfum sér. Ég gerði einu sipni tilraun með það, svo ég veit, hvað það er. Sá verður endirinn á þeirri kaupsýslu«. En síðan sagði hann: »Sú kaupsýsla hef- ir töluverða ugga, á sér, alveg eins og hún væri gerð úr álnum, sem ég veiddi, einu sinni í' ánni Níl. Einn af »uggunum« er það, að höfuðsmaðurinn hefir heitið og svarið, að taka þátt í þessum leiðangri. Og eigi eiphver að deyja, þá er bezt að hann deyi með sæmd og án þess að rjúfa heit sitt. Og hinn ugginn er það, sem ég sagði við þá í Lundúnum, þegar ég rit- aði nafn, mitt undir samninginn, að aldrei getur nokkur dáið einni mínútu fyrr en hann á að deyja og aldrei hendir það neinn, sem ekki má henda. hann, Og þess vegna

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.