Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Page 2

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Page 2
134 HEIMILISBLAÐIÐ í Ástralíu er til orinategund, sem er steikt og étin. Sagt er, a,ð ormar þessir séu eins ljúffengir og steiktur áll. ★ X London er stór verksmiðja, senr árlega fram- leiðir stórar pantanir á regnhlíijam frá afrík- önskunr negrah.öfðingjum. Regnhlífar þessar verða að vera sérlega skrautlegar 'og stórar, stundum mörg fet í þvermál. Þær eru bryddaðar með kögri og á topp þeirra er sett dýramynd úr silfri eða guili. Höfðingjarnir hafa regnhlífar þessar sem tákn um tign sína og veldi. ★ Blævænginn, sem hægt er að brjðta saman, fann Japani upp fyrir 13,00 árum síöan. Hug- myndina fékk hann, er hann sá hvernig leður- blakan lagði saman vængi sína. v ★ Fyrir nokkrum árum var cpnað i París kaffi- hús, sem hét »Pögula kaffihúsið«, þar sem gest- unum, jafnt og þjónunum, var bannað að tala. Pantanir fóru skriflega fram og eins var farið að, þegar borgað var. 1 fyrstu var mikil aðsókn að kaffihiisinu, sem rénaði þó fijótt; fólki leiddist þetta, og svo fór, að eftir stuttan tíma varð að breyta þvi i tal-kaffihús. Kaupir pú góðan hlut, þó mundu hvar pú fékkst hann. Bíirna- og nnglingaf öt cru endingarbezt og ódýrust hjá Alaí’oss. Sendiö ull yðar til Álafoss. Þar fáið þér hæst verð fyrir yðar afurðir. Sendið ull yðar til Aiaí'oss Verzllð við Álafoss Þinglioltsstræti 2 — Rvík Skuggsjó. Nokkrir flugmenn, sem flugu yfir Wyoming- fylki í Bandarikjunum, til þess að telja villtu stórgripina þa,r, fundu sér til mikillar undrunar hóp af villtum h.estum, hér um bil 400, sem eng- inn hafði áður vitað um. ★ Fyrstu tilraun til að geyma. kjöt í frysti.gerði Lord Bacon, hinn frægi, ens.ki stjórnmálamaður og heimspekingur (15bl—1626). Hann var á öku- ferðum sínum vanur, að tala við konu nokkra, sem seldi egg við Highgate í London og var mjög hreykin af fallegum svörtum hænsnum. Einu sinni, vetrardag, stóð Bacon í snjónum og datt í hug, aö kuldi myndi geta hindrað rotnun. Hann keypti hænu, lét konuna slátra, henni og taka innýflin brott. Svo fór hann með hænuna burt, fyllti. hana, með snjó og salti, og lagði hana I kassa. með snjó I. Kjötið hélt sér svo dögum skipti, en Bacon fékk brjóstkvef og dó nokkru síðar 9. apr. 1626. En tilraunin, sem h,afði vnldið honum líftjóni, gleymdist. ★ Stór haglél falla aðeins á sumrum og þvi hlýrra sem er, því stærri eru þau.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.