Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Side 4

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Side 4
. ■ wmmmM t ív. AS V- ; Ö»IM ILÍSBLÁÐÍB ar ensku herflokkunum marga svíðandi ósigra. Oft voru Englendingai’ innikróaðir í borgunum og þurftu að heyja harða bar- daga til útgöngu. Frægastur er bardaginn um Mafeking, þar sem skátahöfðinginn, sem síðar varð, stjórnaði varnarliðinu. Fyrst þegar Englendingar sendu ca. 200.000 manna her með hershöfðingjunum Lord Roberts og Lord Kitchener til hern- aðarsvæðisins, heppnaðist þeim að hafa yfirhöndina. En Búar héldu hernaðinum áfram, réð- ust á einangraðar enskar herdeildir, náðu tangarhaldi á brezkum flutningi, eyðilögðu og brezkar hernaðarlestir og leiddu þær út af brautarteinunum. Að síðustu urðu Englendingar að grípa tií mjög átakanlegra aðgerða til þess að bæla mótstöðuna niður. Peir byggðu langar raðir af bjálkakof- um um iandið þvert og endilangt og lögðu það þannig undir sig sveit. fyrir sveit. Kon- um, börnum og gamalmennum var safnað saman í tjaldbúðir á einn stað, þar sem 8000 konur og' 14000 börn fórust af eymd og' sjúkdómum. Meðan þessu fór framlögðu enskar herdeildir eld í bændabýli Búa og gerðu aðrar eignir þeirra upptækar. Gagnvart þessum aðgangsharða hernaði urðu Búar loks að gefast. upp og gerast undirgefnir enska kónginum með samn- ingi gerðum í maí árið 1902. Pannig rætt- ust draumar Cecil Rhodes og Jósephs Chamberlains um brezka Suður-Afríku. En sigurinn hafði kostað líf 21.000 enskra liðs- foringja og her- manna og enska ríkissjóðinn fjóra milljarða króna. ★ 1 Austur-Asíu var öldinni einnig heilsað með skot- hríð. Hinn undralétti sigur Japana yfir Kína 1894—95 hafði opnað augu valdhafanna í Ev- rópu fyrir því, hve veikt hiðkínverska ríki var í rauninni. Elvrópumenn fóru nú ákaft að leggja undir sig hags- munasvæði og- jafnframt að koma fyrir setuliði á víð og dreif á kín- verskum landsvæð- um. Með þennan yfirgang- við Kína voru Þýzkaland, / Búastríðinu gat Baden-Poivell sér frœgð fyrir vömina við Mafeking. Á meðan umsátrið um bœinn stóð yfir, byrjaði hann að skipuleggja njósna- og boðUðasveitir drengja í bœnum. Þannig varð Baden-Poivell upphafsmaður skáta- hreyfingarinna r.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.