Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1940, Síða 50

Heimilisblaðið - 01.07.1940, Síða 50
150 HEIMILISBLAÐIS strendurnar, hélt hún áfram baráttunni inni í landinu. Styrjöldin geysar enn og ekkert bendir á að Kína sé að gefast upp. Hinar miklu, veglausu fjarlægðir kínverska ríkisins gera skjótan árangur árásanna mjög örðugan. En það er öðruvísi í Mið- Evrópu, þar sem fjarlægðirnar' eru litlar og vegirnir góðir, og þéttbýlið alstaðír. Þar koma nýtízku hergögnin að góðu liði, fyrst 0g fremst brynvagninn og sprengjuflug- vélin, ógnunin ein um notkun þeirra gerir oft þarflaust að nota þessi rándýru hern- aðartæki. Án þess að reikna með ógnum lcfthern- aðarins og véltækninnar er ekki hægt að skilja þá atburði í Evrópu, sem nú verða nefndir: Austurríki marz 1938, Súdeta- landið september 1938, Tékkó-Slóvakía marz 1939, Albanía apríl 1939, Pólland september 1939, baltisku ríkin okóber 1939 og nú síðast Finnland, Danmörk, Naregur, Holland, Belgía og Frakkland. Með þess- um atburðum höfum vér nálgast hina lcg- andi nútíð, styrjöldina milli Þýzkalands og Englands, með öllum þeim afleiðingum, sem hún kann að bera í skaut-i stínu. En lítum vér yfir síðustu áratugi kem- ur sú ægilega staðreynd í ljós, að takmörk- in milli friðar og styrjaldar eru orðin harla óglögg. Hræðilegir bardagar, eins og í Kína, eru háðir án hernaðaryfirlýsinga. Mikill her tekur leynilega, þátt í innri deilum ann- ara þjóða, eins og á Spáni. Heil ríki hverfa, svo ekki er skotið af byssu, eins. og Aust- urríki og Tékkóslóvakía. Þessi þróun, sem gerir millibil styrjaldánna að blóðsúthell- ingalausum styrjöldum, er hliðstætt þeirri þróun, sera þurrkar'ut muninn á hermönn- um og borgurum, eins, og áður er bent á. Ef mannkynið stöðvast ekki á þessari braut, sem flytur það út í hyldýpi hörm- unganna, verður árangur alger styrjöld og eilíf styrjöld. Og með möguleikum nútíma tækni og þar af leiðandi fjárhagslegu af- hroði, hlýtur afleiðingin af slíku ástandi óumflýjanlega að verða hið mikla hrun Orðsending. öllum ykkur, kæru viðskií'tavinir, sem þegar hafið sent mér greiðslu fyrir blaðið, þaldta ég innilega, því nú er mikil þörf á, að allir kaup- endur standi í skilum. Allt, sem lýtur að fltgáfu blaðsins er nfl miklu dýrara en áður, pappír hækkaður um 100% og prentsverta, sömuleiðis vinnulaan einnig hækkuð, og yfirleitt allt, sem að rekstiihum lýtur. En ég hefi haldið sama verði á blaðir.u, og vænti ég að kaupendur láti mig njóta, þess. Þá vil ég sérstaklega þakka, þeim fltsölumbnn- um, sem engin ómakslaun hafa tekið, og tjáft mér, að þeir gerðu það tii þess að lélta undir með fltgáfu blaðsins. Fyrir þetta þakka ég inni- lega. Það sýnir mér, sem margt annað, að Heim- ilisblaðið á .slna góðu vini ennþá. Það sýna líka hin mörgu gúðu bréf, sem mér berast. Ég hefi í svo mörgu að snflast, og er farinn að þreytast, að ég get ekki svarað nándar nærri öllum slik- um bréfum, sem ég þó helzt vildi gera. Verð ég þvl að biðja Heúnilisblaðið fyrir mitt bezta þakk- læti til ykkar, sem slík bréf skrifið. Þið getið verið þess fullviss, að þau hiýja h.uga, minn og dreifa oft áhyggjuskýjunum. Gue blessi ykkur fyrir þau. Ég- hefi verið I hraki með pappír, því nfl er all-erfitt í hann að ná, auk þess sem hann er dýr, og lítt viðráðanlegt þeim, sem lítið fjár- magn hafa. Ég læt 3 blöð koma, nfl í einu, fyrir jfllí, ágúst og september. Vona 'ég svo, að blöðin geti komið með reglu til áramóta. Þá hefst 30. árgangur blaðsins undir minni ritstjórn. Svo að síðustu þetta, til ykkar, sem enn eigið ógreitt blaðgjaldið fyrir eitt eða fleiri ár, munið eftir Heimilisblaðinu 1 haust. Sendið póstávísun. Póstkröfur verða sendar til þeirra, sem. skulda meira en yfirstandandi árgang, og er þaö ósk mín, að þeir kaupendur, sem fá þær, bregðist vel við og innleysi þær fljótlega. Ég bið ykkur svo, alla kaupendur blaðsins, að gera það, sein þið getið til þess að fltvega nýja kaupendur og einnig, ef unnt væri fllfeölumenn I ykkar nágrenni, þar sem þið vitiö, að enginn er fyrir. Þakka svo alla tryg-gá og vináttu. 3. II. menningar nútímans. Það er þess. vegna spurningin um líf og dauða mannkynsins, hvort tekst að loka Janusarmusterinu og setja þar slagbrand fyrir, eða ekki. Fruntz Wilhelm Wendt.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.