Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.09.1945, Blaðsíða 12
172 HEIMILISBLAÐIP Þórður Jónsson frá Eyrarbakka: FERÐ TIL KRÝSUVÍKUR 17ÆRI LESARI! Ég get hugsað mér, að þú segir við sjálf- an þig — kannski líka upphátt — að nóg sé komið af skrifum um Krýsuvík, að óþarft sé þar við að bæta. En ég er nú á annarri skoðun. Þess vegna tek ég mér nú penna í hönd, en lofa því um leið að vera ósköp fá- orður, líka vegna þess að langar blaða- og tímaritsgreinar eru mínir verstu óvinir. Fyrir stuttu síðan komu til mín tveir vin- ir mínir, þeir bræðurnir Baldur og Sigurð- ur prentarar, synir Jóns Helgasonar prent- smiðjueiganda. Þeir voru að leggja upp í skemmtiferð til Krýsuvíkur og buðu mér að koma með. Fyrir mig var vissulega vandi velboðnu að neita. Ég var hálf lasinn og lít't fær til ferðalaga. lÉg hafði margheitið því að fara til Krýsuvíkur undir eins og þangað væri komin bílfær vegur, og nú er því lang- þráðu marki náð, marki allra sannra fram- faramanna, en jafnframt hræðilegur þyrnir í augum allra afturhaldsafla Suðurlands. Hafi þeir allir þökk fyrir, sem unnið hafa að því þjóðþrifamáli. Eftir lítils háttar athugun á heilsu minni stóðst ég ekki freistinguna og settist upp í bílinn hjá þeim bræðrum og sá um leið og ég settist í dúnmjúkt sæti bílsins, að ég hreinlega var dauðans matur, ef ég gæti ekki setið þar þenna stutta spöl til Krýsu- víkur. Eftir að hafa~ gengið vel frá öllu, er til- heyrði þessu ferðalagi, var ekið sem leið liggur suður Hafnarfjarðarveg, og suður á hinn nýja Krýsuvíkurveg. Leiðinlegt að geta ekki komið við í hinu fagra Hellisgerði. En tíminn leyfði ekki slíkan „lúxus", því að áhðið var dags. En fyrirheitna landið, Krýsuvík, varð að meta mest af öllu. Hinn nýji Krýsuvíkurvegur er einhver fal- legasti ag bezt gerði vegur, sem ég hef séð. Að þeirri vegabyggingu hafa áreiðanlega unnið þeir menn, sem verkinu voru vaxu11' Vegkantar og uppfylling á jafn ósléttu lanCl eru snilldarverk. Það er ekki sök þeirra, sen hlaðið hafa þennan fallega veg, þótt haI1 sé með sama miðaldalaginu og aðrir vegJ ' sem lagðir hafa verið á landi hér síðustu ara tugina, að engin leið er nútíma flutningatæW um að mætast á þeim nema á vissum stöðuw — útskotuni svonefndum — þar sem hve verður að bíða eftir öðrum. Sjá allir, hvers ramgallað slíkt fyrirkomulag er. Það er skiljanlegt, að allt á þetta að vera til sparnaðar. En það vita þeir, sem við veg lagningar hafa unnið, að vegkantarnir e víðast hvar langdýrasti hluti vegarins, j> minnstu munar, ef efni til uppfyllingar til staðarins, hvort vegurinn er nokkn sentimetrum breiðari. Þetta fyrirkomulag á hinum nýju veg11 ' sem hér er drepið á, er áreiðanlegaf mj vafasöm búhyggindi. Næstu kynslóðir mu ekki sætta sig við svona vegi með sífellt stse*' andi flutningatæki, og endirinn verður að óhjákvæmilegt verður að endurbygeJ alla þessa vegi, og það jafnvel áður en lalJ» um líður. Eins og tekið var fram í upphafi, íie töluvert verið skrifað nú á seinni árum Krýsuvík. Um nytsemi Krýsuvíkurvegar 8 samgöngubót til austurhéraðanna skr1 bezt og rækilegast Árni Eylands í bit . fyrra í Alþýðublaðið. Einnig skrifaði & Óla blaðamaður um staðinn Krýsuvík J bók Morgunblaðsins fyrir nokkrum artl , sömuleiðis birtist í blaðinu „Reykjanes fyrra mjög fróðleg grein um Krýsuvík og grenni, en því miður hef ég gleymt na höfundar. Og síðast en ekki sízt má ne ., rit Geirs Gígja um rannsóknir hans á ^- arvatni. tia- uU1 Það er ekkert undarlegt, þótt möön verði tíðrætt um Krýsuvík. Mönnum er ljí - að Krýsuvík á sína sögu engu síður en a

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.