Heimilisblaðið - 01.03.1947, Page 16
60
HEIMILISBLAÐIÖ
sem framast má verða, live ríka tilfinningu
hann hefur haft fyrir synd og ábyrgS. Til þess
mun meðal annars hafa orðið atvikið, sem
getið er hér að framan um dádýrastuldinn.
Svona þurfa þau skáld að vera, 6em verða
skulu öllu mannkyni til vakningar, og skáld
alls mannkynsins var Shakespeare öllum öðr-
um skáldum framar.
En einhver skvldi nú lialda því fram, að
hið kristilena. í skáldskap Shakespeares, al-
gildi sannmæla hans, liafi ekki verið persónu-
leg sannfæring hans eða lífsskoðun, þá vill
svo vel til, að eftir hann liggja orð, sem fela
í sér persónulega, kristilega játningu. Þau
standa í erfðaskrá hans, sem er rituð á dán-
arári lians (1616). Erfðaskráin hefst á þess-
um orðum:
„Fyrst af öllu fel ég sál mína Guði á hend-
ur, skapara mínum, því að ég vona og full-
treysti því, að ég verði aðeins fvrir verðskuld-
un Krists liluttakandi í eilífu lífi“. Þessi
játning er svo afdráttarlaus, að liana fær eng-
inn hrakið. Það er því staðreynd, að mesta
leikritaskáld heimsins hefur opinberlega ját-
að kristna trú og sama játningin kemur ber-
lega fram í öllum beztu leikritum hans.
„Lear konungur“ er tvímælalaust mikilfeng-
asta og áhrifamesta leikrit hans, samið 1604.
Þar dregur hann harmsagnir tveggja ætta
saman í einn sorgarleik. Annars vegar er Lear
konungur og dætur lians, en hins vegar Gloster
og synir lians. Og úr þessu verður svo meist-
araverk; þar kemst harmleikssnillin hæst.
Hin samflækta styrjöld og ófarnan þessara
ætta, hvílir á öðrum raunalegum grundvelli:
spilltu og róstufullu ástandi ríkisins. Slíkt
aldarfar hlýtur að enda með voðalegu hruni,
en það hrun er aftur undanfari og skilyrði
nýrri og betri aldar. Eftir náttmyrkrastorm
eyðingarinnar, sem kollvarpar jafnt liinu ein-
staka sem einu almenna, kemur logn og birta
friðþægingarinnar. Þannig endar hver 6ann-
ur sorgarleikur í kristilegum skilningi: Hið
góða vinnur sigur um síðir.
Þessu lýsir skáldið svo átakanlega í þrumu-
veðrinu á heiðinni: Náttúran umhverfis liinn
aldraða konung og ofurmagn sálarástríðunn-
ar í brjósti lians sjálfs, er hvorttveggja í upp-
námi; en innan um allar þær ógnir ómar þó
alvörugaman lífsins. Það er eins og liinn
spámannlegi andi skáldsins birtist hér sjálf-
ur í eldingum og reiðarþrumum, til að halda
refsidóm yfir spillingunni og hégómanum og
birta vald hins eilífa réttlætis í heimsstjórn-
inni.
Þetta leikrit er hörð en heilnæm kenning
Jakobi konungi I, sem þá var nýkominn tU
ríkis. En það nær líka til allra þjóðhöfð-
ingja á öllum öldum og með öllum þjóðunn
þar sem spillingin og hégóminn sitja í önd-
vegi.
Skáldið er víða livassorður í þessu leikriti:
Boginn er bentur, vífctu úr örvar vegi!
Hvort lieltlur þú að' skyldan bagni skelkuð',
jcegar valdið lýtur smjaðri? Sannorð dirfskan
er drenglyndisins skýlaust skylduboð,
þegar lánardrottinn lægir sig til heimsku .. •
Gjör sem þú vilt, tak lækni þinn af lífi
og brúka svo laun hans til að safna sjúkleik • • •
f ljós mun síðar leiðast flærðin römm,
og launuð verður hún með' spotti og skönun ■ • ■
Vér spillum oft, þá mest vér þykjumst bæta • ■ •
Úr skúrinni þér skotrað er í lekann,
úr skaðanum í voðann. — — —
Hver maður, sem bjónar fyrir fé, '
bann fylgir, en reynist ei trúr:
við stonni og rigning hann stalst í hlé,
þú standa munt einn í skúr.--------—
Hvernig má mergð af mönnum,
sem þjóna tveimur lierrum,
í sama húsi halda frið og sátt?---------
Ó, veröld, veröld! ef vér ekki fengjum
af hverfleik þínum haturs-liug á þér,
þá sætti ei lífið' sig við elli og dauða.--—'
Ein langferð, herra, liggur fyrir mér,
minn lánardrottinn kallar inig — ég fer. — —
Þetta er nú ekki nema örlítið sýnisliorn-
En nú vill svo vel til, að leikritin em rnörg
til í íslenzkum þýðingum: Lear konungur,
Macbetli, Hamlet, Ótlielló, Romeo og Júleí*'
Stormurinn og brot úr „Márinn í FeneyjuW
o. fl. Þau munu sanna það, sem hér hefur
sagt verið og meira til.
Eins og sagt hefur verið hér að franiaUi
þá svífur ást skáldsins til áttliaganna svo víða
yfir skáldskap lians. Skógarnir og heiðarU"
ar komast að. Verður honum það efni í fe$*
urstu líkingar, eins og sjá má af þessu ljóðG
Hver lágt und laufgum við
vill leggjast mér við hlið
og dilla hljóð'um liáin
með heiðafugluin smám?
Kom hingað, kom liingað til hlíða!
óvini liér þú enga sér,
nema vetur og veðrið stríða.