Heimilisblaðið - 01.03.1947, Page 26
1Ú
HEIMILISBLAÐIÐ
N ý j u n g ar í vísindum o g t œ k ni, f r éttir o g frásagnir
Nertzpelsar úr ull.
Þegar hin lieimsþekkta tízkuverzlun, Saks, á fiinnitu
Avenue í New York, sýndi nýlega niargar óvenjulega
fallegar og rikmannlegar loðkápur, varð aðsóknin svo
mikil, að lögreglan varð að koma á vettvang til að
halda uppi reglu.
Þar voru loðkápur, sem voru fallegri en nokkur
kápa, sein veiðimaður á heimskautasvæðunum lætur
sig dreyma um. En hið furðulegasta var það, að þessar
dásamlega fallegu og silkimjúku loðkápur — fallegri
og fínni en úr dýrasta silfurhifurskinni — voru búnir
til úr sauðagærum, sem hafði verið hreytt með kem-
iskunt aðferðum.
Gert er ráð fyrir, að þessar loðkápur verði að
minnsta kosti jafn eftirsóttar og nylonsokkar, og ætl-
unin er að hefja fjöldaframleiðslu á þeim. Þótt fram-
leiðslan sé enn á byrjunarstigi, selja liclztu tízku-
verzlanir þessar dásamlegu kápur fyrir 160 dollara
eða þar um hil, eða röskar þúsund krónur í íslenzk-
um pcningum, og víst tná telja, að þær verði ennþá
ódýrari er cftirspurnin vex og almenningi verður ljóst,
að þessar kápur eru ekki ómerkilegur gervivarningur,
heldur, þvert á móti, betri en þær loðkápur, sem bún-
ar eru úr hinum dýrustu og heztu skinnum, sem fram
að þessu hafa þekkzt.
Maðurinn, sem hreytir sauðkindinni í eflirsótt grá-
vörudýr, er efnafræðingurinn doktor J. B. Calva,
sem hefur fengizt við þessar rannsóknir í efnarann-
sóknastofu sinni i Minneapolis í fimmtíu ár.
Doktor Calva hreytir ullinui i hið fíngerðasta hár
með kemiskum aðferðum.
Eftir að skinnin hafa orðið fyrir áhrifum efnanna,
eru öll aktiv efni þvegin úr þeim, og þau síðan verk-
uð við hita og rennt gegnum klippingavél, sem klippir
ullina liæfilega snöggt, eftir því, seni óskað er. Síðan
tekur annar starfsinaður við gærunni og lætur hana
í rafmagnsvél, sem her hana eða strýkur, svo að
hárin, sem- voru orðin silkimjúk, verða fallega gljá-
andi. Stunduin þarf að endurtaka allt frá hyrjun
nokkrum sinnum, og að síðustu eru feldirnir lit-
aðir. Það er auðvelt að gefa þeim hvaða lit, sem
óskað er, og ef til vill er það einn mesti kosturinn
við þessa aðferð. Það væri ekki ónýtt, að geta hreytt
frá hinum fáhreyttu og í mörgum tilfcllum fremur
ósmekklegti lituin, sem nú þekkjast á loðfelduni.
Tízkan verður miklu fjölbreytilegri að því, er tek-
ur til loðskinnafata.
Að hvaða leyti eru ]>á þessir kcmisku feldir hetri
en þeir, sem teknir eru óbreyttir frá náttúrunni?
í fyrsta lagi eru þeir sterkir, — svo að segja óslítan-
legir — þeir endast tífalt á við bifurfelda, sem ertt
sterkastir allra felda, sem þekkjast. Ung stúlka,
sem var svo heppin að fá slíka loðkápu að gjöf, liefur
geugið í henni í fimm ár. Á þeim tíma hefur hún
aldrei verið lireinsuð, en litur samt enn út fyrir að
vera nýkomin frá feldskeranum. Þegar hún kemur
í loðkápunni inn í veitingahús, snúa allar Evudætur
sér undantekningarlaust við og gleyma því, að ekki
er talið sæmandi að glápa á fólk. Svo fínn er hann
og girnilegur!
Calva-feldunum fær ekki mölur grandað. Þeir þola
venjulegan þvott í vatni og sápu, og það er liægt
að vera í þeim í slagveðri, hrista úr þeim og hengja
þá upp til þerris, og samt líta þeir út eins og nýir.
Auðvelt er líka að hæta eðlilega feldi, svo sem
af refum og bifrum, með sömu aðferð. Refafeld, sem
hefur fengið Calva-ineðferð, má gegnvæta, vefja sam-
an í hrúgu, traðka á honum og ata hann í óhrein-
indum, og þvo liann síðan úr sápuvatni, og verður
liann þá engu verri en nýr.
Doktor Calva hýr til eftirlíkingar úr feldum allra
hugsanlegra loðdýra úr sauðagærum, og eftirlíking-
arnar eru svo nákvæmar, að sérfróðir inenn sjá ekki
í fljótu bragði livort um eftirlíkingu er að ræða.
Þeir einu, sein tæpast eru hrifnir af þessari upp-
fyndingu, eru loðskinnasalar. Hver vill greiða margar
])úsundir fyrir minkakápu, þegar ullarkápan er bæði
fallegri og auk þess miklu betri?