Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.03.1950, Blaðsíða 13
ÖEIMILISBLAÐIÐ 49 °8 Blesa. Hvernig kmrnið þið atlHars við ykkur liérna í sveit- inni? Prýðilega, svöruðu báðar 8túlkurnar. Já, það er að mörgu leyti yndislegt hérna, en þið liafið eil» ekki séð nema björtu hlið- iníl á lífinu hér. Stúlkurnar litu báðar undr- an<li á Þóri. ~~~ Þið ættuð að vera á ein- nni dansleik hér, hélt liann áfrain, þá fengjuð þið að líta ni(;tn þessarar sveitar. Það er nú, ef til vill, bezt að tala ekki 11111 það. . Jú, segðu okkur það, sagði '^sta. Hvað er að hérna? Jæja, sagði Þórir, það er 11 n —------ja, -------hvernig a að orða það. Hér í sveit- 111111 er eins konar sýklalireið- nr' svo að ég taki nú líkingu. Frú jVl berst eitur, sem sýkir og a,1iar og mun að lokum valda tortímingu. ^að var kallað á Þóri, svo samtalið slitnaði. §NEMMA MORGUNS næsta g sunnudag, béldu Ásta og rila upp brekkuna og upp í namra. , ý~~ Pað er nú ekki eins bratt ler og það lítur út fyrir að 'era? þegar horft er hingað að neúan, sagði Ásta. Nei, það er satt, og mér lnn8t ekkert erfitt að ganga hét UPP- ' Nei, svaraði Ásta, inér úinst það ekki heldur, en ég lt hyggilegra að við hvílum °kkur við og við. Hvílum okkur, nei, elsk- an mín góða. Við eruni bráð- 11,11 komnar, svaraði Erna. Hún var duglegri að ganga, svo að Ásta dróst örlítið aftur úr. Þeg- ar þær komu í námunda við kofann, sá Ásta, að Erna lieils- aði þar manni. Hún gekk til þeirra og heilsaði lionum líka. Ásta sagði til nafns síns, en maðurinn sagði glettnislega, um leið og hann sagði nafnið sitt, Birgir Baldvinsson: — Þetta er einsetumaðurinn. Ástu brá. Hún liorfði undr- andi á unga manninn. Erna og Birgir brostu bæði að undrun liennar, en þá sagði Ásta. — Við bjuggumst við að hitta hér gamlan gráskeggjaðan öld- ung. Það var eittlivað í fari manns- ins, sem Ástu geðjaðist að og henni varð strax hlýtt til hans. Mætti ég ekki bjóða ykk- ur svolítinn kaffisopa, áður en þið haldið lengra? spurði Birgir. — Jú, við þökkum fyrir, sagði Erna. Þau gengu í úttina til kof- ans, en staðnæmdust ofurlítið áður en þau gengu inn. -— En hvað hér er fallegt, sagði Ema. — Já, svaraði einsetumaður- inn, ég held að fáir staðir séu fegurri en umhverfið hérna. Mér finnst það nú ef til vill af því að ég er alinn hérna upp. Birgir sagði stúlkunum heiti fjallanna, vatnanna og hæð- anna í kring og þær fundu, að honum þótti vænt um sveit- ina sína. Einna hrifnastur var liann þó af ströndinni. Þau gengu inn í kofann. Birgir náði í ketil og setti liann á olíuvél. Ekki var þess langt að bíða að kaffið væri tilbúið. Pönnukökur vom bornar fram með því. Kaffið bragðaðist mjög vel og stúlkurnar lirósuðu pönnukökunum. — Ég geri það svona til há- tíðabrigða, sagði Birgir, að baka pönnukökur á sunnudögum. Ég vildi, að ég ætti meira af kök- um, bætti hann við, það er ekki daglegur viðburður, að ungar stúlkur heimsæki mig. En stúlkurnar létu í ljós ánægju sína yfir því sem fram var borið. — Hvert er ferð ykkar heit- ið ? spurði Birgir því næst. Ætl- ið þið hér austur yfir hæðirn- ar? — Nei, sagði Ásta. Yið kom- um liingað til að sjá yður. Erna og Birgir lilógu. — Sjá. mig? sagði einbúinn og glettnisglampi kom í augu lians. — Já, við ætluðum að vita, hvernig gamli sérvitringurinn hér uppfrá liti út. — Einmitt það, sagði Birgir og brosti. — Segið mér eitt, hélt Ásta áfram, hvemig dettur yður, ungum manni, í hug, að eiga heima hér aleinn. Hvers vegna flytjið þér heldur ekki ofan í byggðina ? — 0,-------ég er nú sérvitur, þó ungur sé, svaraði Birgir. Ég kann prýðilega við mig í ein- verunni. Annars fer ég oftast einhvem hluta sumarsins á síld. — Þér lítið ekki út fyrir að vera sérvitur, sagði Ema. — O-nei, það getur nú verið, svaraði einsetumaðurinn. Sér- vizkan er líklega vel falin inni í kollinum á mér. Þegar þau höfðu lokið við að drekka

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.