Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 3
Eyja Róbinsons Crusoes Róbinson Crusoe hefði án efa orðið stein- hissa, ef honum hefði gefizt kostur á að óeimsækja eyjuna sína öðru hverju nú á tuttugustu öldinni. Upp úr 1980 hefði hon- Um t. d. komið mjög á óvart að sjá fiski- Uata á veiðum skammt undan landi og fylla nvern kassann af öðrum af verðmætum fjski — til útflutnings. Ekki hefði hann f*®ur orðið undrandi við þá vitneskju, að _mnar voru á reglubundnar skipaferðir uiilli hinnar fjarlægu eyjar hans úti í miðju reginhafi og stórborgarinnar Val- Puriso í Chile. Líklega hefði honum orðið nugsað til sinnar eigin bátssmíðar með uokkurri angurværð. Ef hann hefði þessu næst komið til eyj- ai’innar svo sem tíu árum síðar, myndi uudrun hans ekki hafa orðið minni. Þá uefði hann séð hvert skipið eftir ananð Sl8ia þar til hafnar, hermenn ganga á land, Uytízku hermannastöðvar skjóta upp koll- uium, loftvarnabyssum komið fyrir, já, •lufnvel séð hinn gamla helli sinn notaðan sem loftvarnabyrgi. Þá hefði Róbinson að 0 ^um líkindum orðið gersamlega orðfall, Prjádagur, hinn dyggi þjónn hans, efði áreiðanlega kastað sér á grúfu og ®Pt hástöfum. En Chile-hermönnum hefur líka áreið- anlega fundizt það harla merkilegt, er Pnir stigu þar fyrst á land, á eynni Más-á- . lm'ra, einni af Juan Fernandez-eyjunum 1 Pyrrahafi, 600 kílómetrum fyrir vestan Valpariso. Á hæsta tindi eyjarinnar hafa þeir komið auga á stóra töflu sem bar nafn, — ekki nafn Róbinsons Crusoe, held- ur Alexanders Selkirks, sem sagt er að hafi búið á eynni um margra ára skeið. Alexander þessi Selkirk var nefnilega fyr- irmyndin að Róbinson Crusoe, sem aðeins er skáldsögupersóna. Varla mun fyrirfinnast nokkurt barn eða fullorðinn maður í hinum siðmenntaða heimi, sem ekki hefur lesið eða heyrt talað um Róbinson Crusoe. Kynslóð eftir kyn- slóð hefur sökkt sér niður í söguna af því, hvernig Róbinson fór að því að komast af á þessari eyðieyju. En í hverju eru eiginlega töfrar þessarar frásagnar fólgn- ir? Svotil daglega heyrum við ævintýra- legar frásagnir, sem eru þúsund sinnum æsilegri en þessi tilbreytingarlausa frá- sögn af lífi Róbinsons á eyjunni. Jarð- skjálftinn á eynni fannst okkur að vísu skelfilegur á sinni tíð, en hvað var hann á móts við þau eldgos og jarðskjálfta, sem við höfum síðar heyrt um og kostað hafa þúsundir mannslífa? Nei, töfrarnir við Róbinson Crusoe eru einmitt fólgnir í því, að allt það, sem hann varð fyrir á eyðieyjunni, er eins konar spegilmynd af reynslusögu mannsins frá fornu fari, sett fram á svo fábrotinn hátt, að við skiljum hana öll fyrirhafnarlaust. Líkt og hann hafa forfeður vorir orðið að berjast fyrir lífi sínu með handstyrk og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.