Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 7
skinn, en miklu villidýrslegri en hina upp- *'unalegu eigendur skinnanna". Selkirk vakti mikla athygli í London, er hann loks komst til heimsborgarinnar. Honum var tekið með viðhöfn, dáðst að honum og skrifað um hann, en hann varð bi’átt leiður á borgarglaumnum og settist a^ hjá föður sínum í Skotlandi. Sagt er, að þar hafi hann innréttað sér helli með utsýn yfir Forth-fjörðinn, en þar gat hann uvalizt einn og hugsað til eyjar sinnar í fjarlægð. Árið 1713 var hann ákærður fyrir árás á skipasmið einn. Örugglega nunni hann ekki við lífið í Englandi, og hað mun hafa verið ástæðan til þess, að hann réðst um borð í herskip árið 1720. h’rem árum síðar lézt hann á hafi úti. öaniel Defoe hitti Selkirk, og vitað er, hann hafði mikla vitneskju um það, Sem á daga Selkirks hafði drifið. Síðar uefur Defoe jafnvel verið sakaður um að hafa stolið þessum heimildum frá Selkirk. Svíinn Yrjö Hirn, sem skrifað hefur r®kilega um eyðieyja-bækur, telur, að þessi uburður sé síðari tíma tilbúningur. Jafn- 'rel verstu fjandmenn Defoes komu ekki ram með þessa ásökun. Það var ekki fyrr en ^uörgum árum eftir lát hans, að farið var fyrst að tala um heimildir Selkirks. , En jafnvel þótt Defoe hafi fengið frá- SeSu Selkirks til að styðjast við, er ekki ae efast um eigin meðferð hans á yrkis- efninu, og að sú meðferð hefur gert bók- uia fræga og ógleymanlega. Eigin frásögn eikirks hefði verið góð út af fyrir sig, en bað var ekki fyrr en Defoe kom með ævintýrablæinn og hina trúnaðarfullu, ernmningsríku sögu með hinum angur- 'æi'a undirtóni, að bókin um Róbinson 1 usoe fékk gildi fyrir komandi kynslóðir. Un getur enn í dag vakið drauma hjá ***** drengjum, drauma sem þeir gleyma kl> þótt þeir verði fullorðnir menn. Sá ferðamaður, sem leggur leið sína til eyjar þessarar í Kyrrahafi, mun — eink- Utn ef hann er einn á ferð — endurlifa ernskudrauma sína um Róbinsonssöguna: ann mun stara á sjávarsandinn og hugsa 1 þess, að þarna var það sem Róbinson ann fótsporið og síðar hauskúpurnar. Vél- 1111 urinn frá Chile, sem siglir úti fyrir, mun minna hann á eintrjáninginn, sem þeir Róbinson og Frjádagur útbjuggu með mikilli elju — og uppi á háhæðinni mun hann sjá út yfir hið sama haf sem Róbin- son leit út yfir árum saman, bíðandi eftir vingjarnlegu segli. En veruleikinn þrýstir þó að. Tveir inn- fæddir menn af hinum 287 íbúum eyjar- innar koma í ljós, klæddir eins og Róbinson og Frjádagur. Annar er í geitarskinns- jakka og með geitarskinnsregnhlíf, en hinn er jafn sparlega ,,klæddur“ og Frjádagur á þeim góðu gömlu dögum. Þeir hafa báðir mikinn áhuga á drykkjupeningum. Þeir eru lífeyrir þessara nýju Róbinsons og Frjádags-leikara. Ef þeir fá nóga drykkju- peninga, eru þeir fúsir til að sýna hellis- skútann, þar sem Róbinson á að hafa búið, og þar sem hann talaði við lamadýrið og páfagaukinn sinn. Ekki er þó hægt að skoða eigur Róbinsons; hins vegar er skút- inn fullur af pappír utan af matarleifum og af eggjaskurn. Ferðafólk frá Valpariso hefur nýlega verið í landi á eynni og hefur neytt matar síns í helli Róbinsons Crusoe. Þegar svo er komið, munuð þið eflaust vilja losna við hinn nýja Róbinson og Frjádag, til þess að njóta minninganna í einrúmi. Og þá mun siðmenningin hverfa úr huganum á ný, en skógurinn taka við, með geitfé sem klifrar upp í ógöngur hamraveggjanna, og þar sem lækir renna um þrönga dali. Þá stendur tíminn kyrr, eða öllu heldur hverfur aftur til fornra stunda. Ekkert heyrist, nema niður öld- unnar í fjarska, þar sem hvítar fylkingar ránardætra kastast upp á sendna strönd- ina. FORN KÍNVERSK SPEKI Nautið þráir mánann. Betra er stórt hjarta en hús stærst húsa. Fölsk auðmýkt er ekta dramb. Enginn fær klappað með einum lófa. Refurinn hefur sæmd tígrisdýrsins — að láni. Heimilisblað IÐ 139

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.