Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 4
frumstæðu hugviti öðru fremur, unz náð
var þeim þægilegu lífsvenjum og fullkomn-
un, sem við búum nú við. Og þegar við
lesum ævintýrið um hann, þá langar okk-
ur til að endurlifa þá þróun og skapa okk-
ur nýja tilveru allt frá rótum.
Þegar bókin um Róbinson kom fyrst
fram, olli hún þó undrun og eftirtekt af
allt öðrum toga. Þetta var nefnilega fyrsta
listræna framlagið til sögu nýlendufund-
anna. Þá eins og allt fram til síðustu ára
höfðu menn mikinn áhuga á nýlendum, en
þó var sá stóri munur á, að í þá daga
þekktu menn harla lítið til þeirra land-
svæða, sem síðar urðu nýlendur stórveld-
anna.
Höfundur Róbinsons-sögunnar, Daniel
Defoe, var bæði blaðamaður, leiðangurs-
stjóri, þjóðhagsfræðingur, heimspekingur
og kaupsýslumaður. En upp úr hverju
spratt eiginlega þessi bók hans? Ekki gat
hún verið grundvölluð á hugmyndaflugi
hans einu saman, því að til þess er land-
fræðilegum staðháttum of vel lýst. Hvaðan
fékk hann efniviðinn?
Daniel Defoe var fæddur í London árið
1660. Faðir hans var kertagerðarmaður,
en varð seinna slátrari, sem þýddi sama
og hækkun í þjóðfélagsstiganum. Á heim-
ili hans voru púrítanskir strangtrúarsiðir
í heiðri hafðir, og alvaran sat í hásæti þar
sem drengurinn ólst upp. Sorglegir at-
burðir eins og farsóttir og eldsvoðar höfðu
mikil áhrif á hug hans — sitthvað sem
átti eftir að koma fram í hitasóttaróráði
Róbinsons löngu síðar. Ungur að árum
réðst Defoe til verzlunarfyrirtækis í City
í London. Svo merkilegt sem það kann að
virðast, hafði hann engan áhuga á náttúr-
unni. Nefna má og annað, sem undarlegt
var í fari hans. Á ferðalögum sínum um
Spán, Ítalíu, Þýzkaland og Frakkland fóru
söguleg minnismerki jafnan í taugarnar
á honum, því honum fannst þau taka upp
landrými, sem annars hefði mátt nota und-
ir verzlanir! Sagt er, að honum hafi gram-
izt mjög tilvist Alpafjalla, — því að þau
stóðu í veginum fyrir umferðinni!
Eftir nokkurra ára ferðalög settist Defoe
að í London og gerðist kaupsýslumaður
upp á eigin spýtur, en varð gjaldþrota.
Hann var of auðtrúa og var hvað eftir
annað dreginn á tálar í viðskiptalífinu.
Þá tók hann upp á því að skrifa stjórn-
málabæklinga, sem hafði þær afleiðingar,
að hann lenti undir lás og slá. En þegar
út kom, varð lífstækifærið á vegi hans.
Feiknaveður gekk yfir Lundúnaborg, og
Defoe skrifaði bók, sem fjallaði um þetta
veður og nefndist ,,Stormurinn“. Þar nutu
blaðamennskuhæfileikar hans sín til fulls.
Ekki gat hann samt lagt stjórnmála-
áhugann á hilluna, og varð hann að lokum
að flýja borgina, þar eð honum var aftui”
hótað fangelsi. Eftir þetta var líf hans
nokkuð óróasamt, því að hann fór oftast
nær huldu höfði eða átti yfir sér handtöku.
Árið 1720 skrifaði hann fyrstu Róbinsons-
bókina — sem hefur gert hann að mest
lesna rithöfundi heimsins — og ellefu ái'-
um síðar lézt hann í leiguherbergi, fátæk-
ur og hundeltur af pólitískum andstæðing-
um sínum.
En hvað um siglingarnar? mun einhver
spyrja. Defoe hlýtur að hafa vitað feikniu
öll um sjóferðir, skipbrot og þess háttar.
Nei, svo var alls ekki. Defoe leið illa á sjó
úti. Hann leið jafnvel af sjóveiki, eins og
sjá má af Róbinsonsögunni, og hann var
sjúklega hræddur við öll lífshættuleg ævin-
týri. Honum óaði jafnvel við smásiglingu
um Thems-á. Hann hafði í huga smá sigl'
ingaferðir, þegar hann lýsti æðisgengnum
öldum og brimrótinu við eyjarströnd Rób'
insons.
Þannig var þá höfundurinn að RóbinsoU
Crusoe, en hvað þá um aðalpersónuna
sjálfa, Róbinson? Reynum fyrst að þreifa
fyrir okkur um svar á eyju hans. Til þess
að komast þangað, verðum við að fai’3
fyrst til Suður-Ameríku, nánar tiltekið til
hafnarborgarinnar Valpariso í Chile. Þai’
stígum við um borð í lítið gufuskip, ei’
brátt leysir landfestar og stefnir út 8
Kyrrahaf, sem engan veginn er kyrrt, þótt
nafnið bendi til þess. Stefnan er nokkuru
veginn í vestur. Einn fagran morgun sjá-
um við loks nokkra kletta úti við sjóndeild'
arhring. Við nálgumst og gerum okkui’
grein fyrir landslagi lítillar klettaeyjaL
sem fyrirvaralaust virðist hafa risið upP
úr úthafinu.
136
HEIMILISBLAÐlp