Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 23
Franski andlitsmyndamálar- inn Gaston Tyko er hér að leggja síðustu hönd á risa- mynd af Johnson Bandaríkja- forseta, sem hann ætlar að gefa forsetanum. Á styrjaldar- árunum var Tyko flugmaður í franska sjóhernum, en hlaut nokkurn hluta af þjálfun sinni í Texas, en þá var John- son þar sem sjóliðsforingi. < Franski bærinn Baccarat er víða þekktur fyrir gleriðnað sinn. Nú í ár minnist hann 200 ára afmælis sins með sýn- ingu í París. Meðal sýningar- gripanna er þessi kristalbrúða, en það unnu 22 menn við gerð hennar. > í mörg hundruð ár hafa vís- inda- og listamenn verið að leita að leyndardóminum, hvernig Rómverjar gerðu hið svarta postulín, en aðferðin glataðist árið 79 e. Kr. En eft- ir margar þúsundir tilrauna hefur hinn 41 árs gamli Vín- arbúi Franz Kukowetz fundið aðferðina til að framleiða svart postulín, sem Rómverjar kölluðu „Terra nigra“. Vasinn, sem Kukowetz heldur á, er eftirlíking af egypzkum vasa frá 3000 f. Kr. < Á blómasýningu í Paris var þessi stúlka kosin „ungfrú rós“. > Svisslendingar hafa sent 30 þætti úr ýmsum brúðuleikj- um til borgarsafnsins í Mun- chen í Þýzkalandi. Maðurinn er að ljúka við snyrtingu einnar dúkkunnar áður en hún fer á leiksviðið. < Formaður ensku hjálparstofn- unarinnar fyrir handvana böm, Hoare, var nýlega í Moskvu og gerði þar samning um sölu á gervilimum fyrir rússnesk börn. Þessi tæki eru alveg ný og sjálfvirk. Á mynd- inni er frú Hoare að sýna, hvernig tækið lyftir vatns- glasi upp að munninum. > MILISBLAÐIÐ 155

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.