Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 22
Dýratemjarar eru oft í hættu, sérstaklega þegar þeir eru að temja villt dýr. Myndin er af dýratemjaranum Josep van Been með villt dýr, skömmu eftir að myndin var tekin náðí dýrið að særa hann hættulega, áður en aðstoðar- fólkið náði honum. Þessi litla lukt, sem ýmist kveikir eða slekkur, er fram- leidd i Frakklandi, og ætluð bílstjórum, sem þurfa að stoppa á vegi, þá geta þeir sett hana í gang, og hún sendir ljósgeisla sina langt, til viðvörunar öðrum vegfar- endum. > Ljósmyndasafnið í Miinchen hefur nú stofnað nýja deild, sem í eru frumfilmur og gaml- ar myndavélar. Meðal gömlu ljósmyndavélanna er þessi Pathe-ljósmyndavél frá árinu 1910. Þrátt fyrir aldurinn er hún i góðu lagi. Framabraut Claudiu Cardin- ale hefur verið lík margra annarra kvikmyndastjarna. Það er ekki langt síðan þessa ungu ítölsku stúlku dreymdi um það eitt að verða kennari i Túnis, en óvænt lá leiðin til leiklistarinnar, og nú rign- ir yfir hana tilboðum um hlutverk í kvikmyndum. Myndin er tekin af henni i Róm, þar sem hún var að ljúka við hlutverk í stórmynd- inni „Cirkuslíf". Næsta mynd sem hún leikur i verður Car- men. > Þessir félagar vinna við sama hótel í Lundúnum. Sá hærri er dyravörður og er 2 m hár, en hinn er sendisveinn og er 1,30 m hár. Mótorhjólið, sem hann notar, er af minnstu gerð. Tveir ungir svissneskir millj- ónamæringar eru nú að hefja kvikmyndagerö. Fyrsta mynd- in er byggð á efni úr sögu eftir Guy de Maupassant. Leikarar frá 12 löndum leika í myndinni og hver talar sitt móðurmál. Á myndinni er ítalska leikkonan Georgia Moll, sem leikur eitt hlut- verkið. > 154 HEIMILISBLAÐiI) J

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.