Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 20
KOFI TÖMASAR FRÆNDA eftir Harriet Beecher Stowe, endursögd í myndum ! ÍraíFi, 'Á -~i?&77*yír~\sí1//MR Copyrighl P. i. B. Bon 6 Copenhogoo 44. Tómasi vegnaði æ betur hjá Claire. Honum til mikillar hryggðar eyddi húsbóndi hans lífinu við sukk og svall, en frú Claire var kona ímyndunarveik og sérsinna, sem ekki veitti manni sinum neinn félags- skap, heldur lét berja þræla sína með svipum. Dóttir þeirra hjóna var hins vegar í góðum höndum þar sem Tómas var. Hún var jafnan reiðubúin að aðstoða hann við að skrifa heim til konu sinnar og barnanna í Kentucky. 45. Á búgarði Shelbys hafði enn ekki árað svo vel, að hann gæti keypt Tómas aftur. Honum hafði borizt bréf, og hann vissi, að Tómasi leið bærilega. Þá hugs- aði Shelby sem svo, að hann gæti kvænzt aftur, þar 47. Lát Evu litlu gjörbreytti lífsvenjum föður hennar. Honum var mikil fróun í því að ræða um hana við Tómas, og fann hughreystingu í bjargfastri trú Tómas- ar á upprisu og eilíft líf. Eva hafði oft og iðulega beðið föður sinn um að veita Tómasi frelsið, en hann hafði enn ekki látið verða af því að skrifa lausnarbréf hans. Svo var það kvöld eitt, að hann hafði ætlað að skilja sundur tvo menn, sem voru að slást, að hann var.V fyrir hnífstungu og var borinn heim nær dauða en lífi. sem hann væri niður kominn, og annar þræll gæti flutzt í hið fyrra hús hans. En kona Shelbys bannaði manni sínum að hugsa þannig. Hún sagði, aö standa yrði við það loforð að ná Tómasi heim aftur, og sonui' þeirra yrði að skrifa honum hughreystandi bréf. 46. Tómas, sem fékk nú bréf í fyrsta skipti á æv- inni, varð svo himinlifandi, að hann vildi láta ramwa það inn. Annars olli það honum stórri sorg, að augna- yndið hans hún Eva litla fékk einhvern tærandi sjúk" dóm og dó. Hið þeldökka þjónustulið heimilisins tók þátt í sorg hans, því að litla stúlkan hafði alltaf haft mikla samúð með ömurlegu hlutskipti þessa fólks, og hún var í þess augum eins og lífvera af guðaættuW- 48. Nú runnu upp erfiðir tímar fyrir Tómas og annað þjónustulið heimilisins. Húsbóndinn lézt af sár" um sínum. Ekkja hans taldi þeldökka menn ekki ann* að en vinnudýr. Árangurslaust var henni tjáð, maður hennar hefði heitið því að veita Tómasi frels1 — en, nei, slikt kom ekki til mála! Til þess fannst henni hann of dýrmætur sem þræll, og í annað skipt' varð hann nú að þola það að verða fluttur á þrælá' uppboð ásamt öðrum föngum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.