Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 24
SVIKIN eftir Maja Edwinson. „Nei, en ég er þegar búinn að segja þér, að ég vildi ekki eiga neitt á hættu með því að segja þér það. Auk þess fannst mér í sannleika sagt þetta ekki breyta neinu til eða frá. Ég hugsaði með mér, að það yrði ofur einfalt að segja þér þetta á leið- inni, en þú gerðir það allt annað en auð- velt fyrir mig. Þess vegna frestaði ég því hvað eftir annað, þangað til við vorum komin hingað. Svo hélt ég — og vissi það reyndar — að þegar við værum búin að borða vel og hefðum fengið eitthvað að drekka, myndirðu verða jafn hamingju- söm og ég og líta á hlutina með sömu aug- um.“ ,,Ég finn, að ég verð að segja þér það mjög greinilega: Ég vil ekki lifa með þér sem eiginkona, hvorki hér né annars stað- ar, fyrr en við erum gift.“ ,,í guðanna bænum, þú getur ekki verið svona þvermóðskufull.“ „Þetta er ekki þvermóðska. Ég er hvorki þvermóðskufull né harðbrjósta." „Heyrðu mig nú. Heldurðu að mig langi til að verða að athlægi hér á kránni, — og að starfsfólkið fari að vera með dylgjur út af okkur og hlæja á minn kostnað? Er það ætlun þín, mér er spurn, að ég fari út héðan í kvöld og fái inni á einhverju öðru gistihúsi — þetta er nú reyndar eina gistihúsið — og að þú verðir hér eftir? Ég sé, að þú hefur tekið upp úr töskunum.“ „Nei, það myndi vera of áberandi, ef þú gerðir slíkt.“ „Já, vægast sagt, en mér væri kannski sama . . . Ilvað er eiginlega ætlun þín ?“ „Það er sóffi hér í þessu herbergi." „Og ætti ég að sofa á honum? Án þess að nokkur kæmist að því? Bara til þess að þú gætir bjargað þínu eigin skinni?“ „Bjargað mínu eigin skinni?“ endurtók hún hægt. „Eins og sú dyggðumprýdda jómfrú sem þú þykist vera. Ég segi: þykist. Því ég býst við að þú sért stúlka, sem hefur kynnzt lífinu eitthvað. — Eða hvað held- urðu ég sé?“ Það fór um hana hrollur. Hún var sem þrumu lostin, full örvæntingar. — Hún fyrirleit þau styggðaryrði, sem hann lét sér um munn fara. Og hún svaraði: „Gættu þín, Róbert. Fyrir alla muni skulum við hafa gát á því, sem við segjum hvort við annað. Það er ósegjanlega þýðingarmikið. Það kemur til með að hafa ennþá meii’U að segja eftir að við erum gift, ef við gei'- um þetta kvöld leiðinlegt með því að rífast og segja ómerkilega hluti hvort við annað. Vertu nú svo vænn, Róbert, að 'reyna að skilja mig . ..“ Hann vísaði orðum hennar á bug. „Hver er það, sem gerir þetta kvöld leiðinlegt með sífelldu nöldri? Það rennur betur og betur upp fyrir mér sem grímulaus verzlun. Þú heyrir þeim stúlkum til, sem ekki láta neitt af hendi nema þeim sé borgað fyrir það. Hjónaband, — annars er ekkert látið í té. Er þetta ekki satt?“ „Já, hjónaband, — annars ekkert.“ „Segðu mér eitt: Hvers vegna kemurðu þannig fram við mig? Elskarðu mig alls ekki ?“ „Ég hef sagt þér þúsund sinnum, að það geri ég.“ „Hélztu bara, að ég væri ríkur, og þess vegna þyrfti að taka mig með gætni og útsjónarsemi?“ Hún varð að reyna að halda hugsun sinni klárri. Skjálfandi af geðshræringa svaraði hún: „Róbert. Ég vissi — eða að minnsta kosti hélt — þú værir ríkur. Eu það skiptir engu máli.“ „Jæja, ekki það? Jú, það gerir það nú, góða mín. Þú vildir gjarnan fá að njóta 156 HEIMILISBLAÐI®

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.