Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 9
verið mjög áhyggjulaus eftir að Hugh Poi'rit hafði hvíslað fögrum orðum í eyra hennar gegnum símann í hádeginu. Þess Vegna var hún nú alltof hamingjusöm til þess að geta verið varkár. Frú Angelica Dawson var feitlagin kona, kiædd svörtum innislopp saumuðum lótus- blómamynztri og sérkennilegum, austur- lenzkum dularrúnum. Hún tók brosleit á ^éti stúlkunum, leiddi þær inn í lítið her- kergi búið húsgögnum með rauðu pluss- áklæði. Evelyn var boðið sæti á einum pluss- stólnum, en sjálf settist spákonan í stól handan við borðið og tók að handfjalla ,‘i-uklístraðan spilabunka. Snögg í hreyf- lngum og með fimum fingrum fletti hún UPP spilabunkanum, lagði þau í tvær rað- lr á borðið fyrir framan sig, krosslagði handleggina á fyrirferðarmiklum magan- um og stundi þungan. an tala um fyrirtæki það, sem Evelyn ''ann hjá, og um þann eina ættingja, sem ún átti á lífi — gamla og gigtveika frænku ennar, sem lifði í ekkjudómi sínum uppi 1 sveit. En hvort sem spákonan hafði alla Pessa vitneskju úr spilunum eða eftir ein- Vei’jum öðrum leiðum, voru orð hennar urðulega nærri sanni. Evelyn starði á ana þögul og nánast óttaslegin; og á Pessi fitustokknu spil hennar, sem spá- °nan benti á. Svo nam fingur hennar s aðar við eitt af spilunum. >>Þarna er maður, sem hallast að yður! ailn hallast alveg tvímælalaust að yður.“ »0?“ sagði Evelyn og brosti óróleg. »Dökkhærður maður —“ hélt spákonan afram. »Dökkhærður? —“ Evelyn hafði auð- 'laan)ega orðið fyrir vonbrigðum. 0>i 1-ú Angelica Dawson hnykkti til höfði h tautaði: „Dökkhærður og dökkhærður. I 'a® skal segja? Það má nú ekki taka allt ?. staflega. Það er bara eitthvað dökkt aðlrh°num. Og nú sé ég það líka betur — Um ‘,ann gengur nefnilega í dökkum föt- ^ftur ljómaði andlit Evelynar. ^ElMlLlSBLAÐIÐ „En sjálfur er hann nánast ljóshærður,“ mælti nú spákonan. „í rauninni, mjög ljós- hærður er hann kannski ekki, — en hann lítur út fyrir að vera mjög tryggur og áreiðanlegur maður.“ Þetta var furðulegt. Hjartað í Evelyn hamaðist, og Harriet gaf henni kumpán- legt olnbogaskot þar sem hún sat við hlið hennar. En skyndilega var sem myrkur færðist yfir ásjónu spákonunnar. Hún hnyklaði brúnir, tautaði „Hm“ eins og læknir, sem kemst að raun um alvarlegt sjúkdómsein- kenni, og þagði um stund. „Er það eitthvað?“ spurði Evelyn ótta- slegin. Spákonan lagði fingur á vör sér. „Það er þetta hér,“ mælti hún hægt og með áherzluþunga, „sem ekki lítur sem bezt út.“ Svo leit hún sem snöggvast til Harriet. „Ekki vænti ég, að þessi stúlka vildi fara hér inn í hitt herbergið andartak?“ Þegar Harriet hafði lokað aftur dyr- unum á eftir sér, mælti frú Dawson: „Mér þykir það leitt, unga stúlka, en ég verð að segja yður það, því ég þarf að vara yður við. Það er hér eitthvað í spil- unum, sem bendir á mikil óþægindi — og það er eitthvað í sambandi við fangelsi. Þetta liggur ekki ljóst fyrir, en fangelsi er þarna — það er ekki hægt að misgrípa sig á slíku.“ Evelyn skalf frá hvirfli til ilja. „Fang- elsi? Eigið þér við, að — að ég lendi í fang- elsi — vegna einhvers, sem ég brýt af mér ?“ Frú Dawson rýndi enn betur í spilin. „Ég get ekki sagt yður meira en ég hef þegar sagt. Það er eitthvað i sambandi við yður, sem kemur fangelsi við.“ Þarna sat Evelyn sem lömuð. Hún var ekki í minnsta vafa um það, að orð spá- konunnar væru heilagur sannleikur. Allt hitt, sem konan hafði sagt, gat svo vel komið heim. Evelyn var hjátrúarfull, og þær aðvaranir, sem hún hafði þegar feng- ið, bentu allar til þess, að eitthvað skelfi- legt væri í uppsiglingu. Henni varð hugs- 141

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.