Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 11
skemmtigarða gegn átroðningi almennings, en rödd hans varð lægri og blíðari eftir Pví sem lengra leið, og þegar Evelyn leit UPP, sá hún, að hafín brosti og klóraði sér vísifingri á hægra gagnauga. ,,Hver atti annars að fá þessa túlípana?" spurði hann svo, og var skyndilega orðinn for- Vltinn og kumpánlegur. Evelyn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðr- Jð- Hún hafði búizt við því, að hrifsað væri sín og farið með sig á lögreglustöð eða eitthvað slíkt, þar sem hún yrði yfirheyrð látin vera ábyrg gerða sinna. — En UUn gat heldur ekki vitað það, að fyrir tæPri klukkustundu hafði eftirlitsmaður Pessi fengið þau gleðilegu tíðindi, að hann Væri orðinn faðir lítillar stúlku, sem hafði Vegið sjö og hálft pund, og að af þeim sókum var hann í dag fremur en alla aðra a&a einkar bljúgur í skapi gagnvart kven- ^yninu. Hann gekk jafnvel svo langt í j'lskusemi sinni, að hann leyfði Evelyn að alda túlípönunum. Hún gerði síðustu tilraunina: „Á þá ekki að fara með mig á lögreglustöðina ? ^ hef þó stolið ...“ Maður á aldrei að nota of sterk orð, kser, a ungfrú. Eitt skipti er sama og aMrei.. Evelyn gekk heim á leið, sárlega óánægð málalokin, og setti túlípanana í vatn. Eyrir henni lá bréf frá Hugh Porrit. ann bað hana að hitta sig síðdegis næsta aS á ákveðnum stað í St. James-skemmti- barðinum og gaf í skyn, að hann þyrfti að a við hana um mjög merkilegan hlut. b Un þóttist vita, að nú ætlaði hann að 1 Ja sín. Evelyn beit saman vörunum. Nú atti hún engan tíma missa. Áður en angt um liði, yrði hún frú Porrit. Hún lltaði svarbréf þar sem hún sagði, að asnka sín væri mjög veik, og hugsazt æ b að hún þyrfti að fara í heimsókn til nennar... ^ En svo settist hún og fór að upphugsa lnað 0g alvarlegra afbrot. — Henni pnnat alls ekki, að hún gæti gefið hr. 011lt jáyrði sitt með góðri samvizku, svo tlElM” - lengi sem hún hefði grun um, að þeirra biði óörugg framtíð. Henni fannst sem hún gengi nú þegar í skugga fangelsismúr- anna og það væri verra öllum glæp að draga annan mann með sér út í ógæfuna. Nei, hún varð að fá þessari ógnun hrundið úr veginum. Örlögin létu ekki að sér hæða. Þau myndu fyrr eða síðar krefjast full- nægingar á öllu réttlæti. Þegar Evelyn lagðist til svefns þetta kvöld, fannst henni hún hafa gefið sig á vald miskunnarlausum öflum. Og hún hafði tekið ákvörðun. Daginn eftir, þegar konan, sem stjórnaði verzlunardeildinni hafði brugðið sér frá, laumaði Evelyn einni peysunni niður í skúffuna sína, þar sem hún geymdi veskið sitt og annað smádót. Nú var glæpurinn framinn. Evelyn fannst eins og fæturnir ætluðu að bila und- ir henni þar sem hún stóð við afgreiðslu- borðið, en jafnframt var hún hreykin. Henni hafði tekizt að fremja þjófnað. Og nú vaknaði þessi spurning: Hvernig gat hún með beztu móti látið komast upp um verknaðinn? Forstöðukonan í deildinni, ungfrú Crump, var einkar elskuleg og brjóstgóð kona, og Evelyn var í miklu áliti hjá henni. Nei, en Duggan var rétti maðurinn til að koma henni til aðstoðar; Duggan var dyravörður við útgöngudyr starfsfólksins, og honum fannst jafnan bera vel í veiði, þegar hann þóttist geta gripið fólk að óvörum við eitthvert prakk- arastrikið. Klukkan rúmlega sex stóð Evelyn í bið- röð ásamt hinum stúlkunum fyrir framan stimpilklukkuna. Hver stúlka stimplaði sig út, eftir klukkunni, og á korti hverrar um sig kom nákvæmlega sá tími sem vinnunni var hætt. Duggan sat eftirtektarsamur innan við lúguna og fylgdist með því, hvort starfsfólkið hefði nokkurn grunsamlegan farangur meðferðis út úr fyrirtækinu. Eftir því sem Evelyn nálgaðist átti hún óhægra um andardrátt. „Hvað er nú þetta?“ spurði dyravörður- inn og hnykkti til höfði í átt að brúnum ílisblaðið 143

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.