Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 42

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 42
A stóra enginu var allt fullt af blómum. „Við skulum tína blómvönd og fara með heim og setja i vasa í stofunni heima,“ stingur Palli upp á. „Nei, það er heppilegra að sækja stóran blómavasa heim. Þá get- um við fyllt hann af öllum þeim blómum, sem okkur langar í. Við skulum skjótast heim eftir honum." Á heimleiðinni fóru þeir fram hjá litla fílnum. „Hugsaðu þér, Júmbó, engið er fullt af fallegum blómum," hr®, aði Palli í hrifningu um leið og hann þaut fram ilJi' honum. Þegar bangarnir komu aftur, at Júmbó miðju enginu — og öll blómin voru horfin. „Ég ykkur fyrir, Kalli og Palli,“ segir fíllinn litli, sadd^ og ánægður, „því blómin voru svo fjarska góms®1" „Eg geri ekki nokkurn skapaðan hlut í dag,“ rymur í Palla á bak við sofandi filinn, sem veitir honum gott skjól. „Kalli má öskra eins mikið og hann vill; hér verð ég fyrst um sinn.“ Og Kalli hrópar og rödd hans verður æ ergilegri eftir því sem lengra líður. „Palli, við þurfum að senda til kaupmannsins." Skömmu seinna: „Palli, komdu inn og þurrkaðu af leirtauinu." Og nokkru síðar: „Palli, það þarf að sópa gólfið- , letinginn hann Palli hreyfir sig ekki af staðb1’ ,, Kalli verður að gera allt sjálfur og verður æ súra1'1^. svipinn. Pyrst, þegar hann hrópar eins og vanalestjj „Palli, við eigum að fara að borða," heyrir Pall* hans og kemur þjótandi eins og örkot.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.