Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 5
Landslag á Más-á-Tierra. Ef við setjum kíki fyrir augu, komumst Vlð að raun um, að eyjarnar eru fleiri en em. Eyjan, sem Róbinson barst upp á, beitir Más-á-Tierra (Eyjan nær landi, eins °S það þýðir á íslenzku). Þar skammt und- ai1 er svo eyjan Santa Clara, sem líka er nefnd Geitarey, og hundrað sjómílum vest- ar er svo Más-á-Fuera (Eyjan sem liggur Jær). Þessar þrjár eyjar, Juan Fernandez- eyjarnar, hafa fengið nafn af Spánverja Peim, sem fyrstur fann þær árið 1565. Eyj- arnar tilheyra Chile; en í hugarheimi eru . r 1 eigu allra drengja á jörðunni, a. m. k. ein þeirra. Á háhæð eyjarinnar Más-á-Tierra stend- Ur tafla, þar sem á er letrað: Til minningar um Alexander Selkirk, *j°mann, heimilisfastan í Largo í greifa- æminu Fife á Skotlandi, sem hélt til á eVju þessari einsamall í fjögur ár og fjóra munuði. Hann kom í land af 96 tonna og 6 kanóna galeiðunni „Cinque Ports“ A.D. og var aftur tekinn um borð í skipið ”Duke“ þann 12. febrúar 1709. Hann lézt 8em flokksforingi um borð í skipinu H. HEIMILISBLAÐIÐ M. S. „Weymouth“ A.D. 1723, U7 ára að aldri. Tafla þessi er reist nálægt útsýnisstað Selkirks af Commandore Poivell og liðs- foringjunum á H. M. S. „Topaze“ A.D. 1868. Ekki eru til öruggar heimildir um æsku Róbinsons Crusoe, þ. e. a. s. Alexanders Selkirks. Vitað er, að hann var fæddur árið 1676, sonur skozka skósmiðsins John Selcraig. Árið 1695 er í kirkjubókum getið um uppþot hans í sóknarkirkjunni, og skömmu síðar fer hann til sjós. Árið 1702 er hann í Englandi. í maímánuði 1703 var hann ráðinn sem stýrimaður á skipið Cinque Ports í sjó- ræningjaflota Dampiers farmanns. Skip- in athöfnuðu sig á Kyrrahafssvæðinu, og í einni ferðinni höfðu uppivöðslusamir sjó- menn verið settir á land á einni af Juan Fernandez-eyjunum undan Chile-strönd- um. Haustið 1704 kom Cinque Porás í annað sinn að ströndum sömu eyja og tók aftur um borð menn þá, sem þar höfðu 137

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.