Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 18
Sann sö&li George Washington var hraustur og röskur piltur, sem stöðugt varð að hafa eitthvað fyrir stafni; þess vegna varð hann líka himinlifandi einn góðan veðurdag, þeg- ar faðir hans gaf honum litla öxi. Kampa- kátur hljóp hann út í garð með gersemina í höndunum og prófaði bitra eggina á hverju því, sem fyrir honum varð. Á leið sinni varð hann á vegi perutrésins stóra, sem vakti mjög athygli hans. Fullur af lífsfjöri og athafnaþrá — en fyrst og fremst af nýjungagirni yfir öxinni — tók hann að höggva lim og börk perutrésins. Þegar hann tók að þreytast á þessu óvenju- lega starfi, gekk hann inn í húsið. Nokkru seinna varð föður hans gengið um garðinn og sá þá sér til skelfingar, hvílíka meðferð stóra perutréð hafði feng- ið. Hann gekk þykkjuþungur inn í hús og spurði, hver framið hefði þetta illgirnis- lega prakkarastrik. George skalf og var andartak óviss um, hvort hann ætti að játa á sig verknaðinn og segja eins og satt var. Hann fann til þeirrar freistingar að stein- þegja. En óðara tók hann á öllum þeim kjarki, sem hann átti, og sagði: „Faðir minn, ég get ekki sagt ósatt. Ég gerði þetta með öxinni minni.“ Faðir hans tók hann í fang sér og mælti: „Elsku drengurinn minn! Ég vildi heldur missa þúsund perutré en eiga son, sem segði ósatt!“ Hefndíxi í Tyrklandi, þar sem svo margt skrýtið getur gerzt, hrakti ríkur og mikilsmetinn maður frá sér fátækan ölmusumann með harðri hendi, og þegar hann gat ekki lumbrað á honum lengur, henti hann grjóti á eftir honum. Þeir sem sáu þetta urðu í senn skelfdir og sárir, en enginn gat skilið í því, hvers vegna fátæki maðurinn tók upp hvern steininn eftir annan og stakk í vas- ann; enginn vissi heldur, að hann hélt áfram að bera steinana í vasanum upp frá þessu. En það gerði hann. Langur tími leið, og þá varð ríki maðurinn fyrir ógæfu; hann varð nefnilega uppvís að prettum, og var því ekki aðeins rændur eignum sínum, heldur varð, samkvæmt landslögum, að þola háð og spott almennings og ríða um þveran og endilangan bæ sitjandi öfugur á asnabaki. Ekki skorti á háðungina, og í mannþrönginni stóð m. a. náunginn með steinana í vasanum og þekkti aftur til fyrri mótstöðumanns síns. Þá tekur hana undir sig stökk og þýtur í átt til mannsins, grípur stein upp úr vasa sínum, reiðii’ hann til höggs, — en þá var sem skyndi- lega væri hvíslað að honum að láta þetta vera: hann lét steininn falla til jarðar, um leið og hann sagði við sjálfan sig: „Að hefnast á óvini mínum á meðan hann var ríkur og hamingjusamur hefði verið hættu- legt og heimskulegt. Að gera það eftir að hann er orðinn ólánsmaður, er bæði ómann- úðlegt og vesallegt.“ Listamenn úr rússneska hern- um, söngmenn, hljóðfæraleik- arar og þjóðdansamenn hafa að undanförnu verið á sýning- arferðalagi um Evrópu. Mynd- in er tekin í íþróttahöllinni í París meðan einn dansarinn sýnir listir sínar. 150 HEIMILISBLAÐIi)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.