Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 28
heimili Róberts, þar sem hún átti eínnig fyrir sér aS búa. Því að þetta hlaut að lag- ast allt, það gat ekki annað verið. Þetta hefði lagazt, ef Róbert hefði ekki rokið út úr gistihúsinu í gærkvöldi og reynt að lægja í sér ólguna með því að aka í bíl eftir þjóðvegunum — unz slysið varð. Þar sem hún sat ein síns liðs fékk hún tækifæri til að hugleiða þetta allt. Ef bíl- slysið hefði ekki komið fyrir, hefði hann komið aftur til hennar miður sín og iðrun- arfullur, og hlustað á skýringar hennar á stöðu sinni, unz hann hefði skilið hana og verið henni innilega sammála. Hann þurfti ekki sjálfur að gefa henni neinar skýring- ar. Hún vissi, hvernig honum hafði liðið. Og það sem hann hafði gert, þarfnaðist engrar fyrirgefningar, jafnvel ekki það, að hann hafði gabbað hana með sér í ferða- lagið; og þótt hann hefði að lokum orðið að viðurkenna það, sem hann gat ekki leynt hana lengur. Að vísu var það eitt, sem þarfnaðist fyrirgefningar: það var sá svip- ur og augnaráð, sem hann sendi veitinga- manninum, þegar hann hélt að hún sæi ekki til. En hún sagði við sjálfa sig, að einnig þetta hefði verið hlutur, sem hún hefði misskilið. Það hefði alls ekki verið eins móðgandi fyrir hana og henni hefði fund- izt meðan á því stóð. „Hvenær komum við til Gennehvols?“ spurði hún vagnstjórann. „Nsesta stöð, ungfrú.“ Nú var meir en tími til kominn, að hún hugsaði um eitthvað annað en sjálfa sig og Róbert. Nú átti hún fyrir höndum að standa frammi fyrir aldraðri móður hans, „gömlu konunni“, eins og Róbert kallaði hana — en að líkindum var hún alls ekkert gömul. Sjálfur var Róbert enn innan við þrítugt. I gær, nei, í fyrradag, hafði hún fengið bréfið frá Tíu. En hún hafði ekki sent henni neina móðurlega þakklætis- eða heillaóskakveðju til Vitbel. Tía hafði alls ekkert frá henni heyrt, fyrr en henni barst til eyrna þessi djúpa rödd, sem hafði mælt til hennar gegnum símann í nótt og haft svo feikileg áhrif á hana. Hvernig skyldi móðir Róberts annars vera? Tía hugsaði sem svo: Eg ætla mér a8 vera fjarskalega elskuleg í viðmóti við hana. Við verðum að vera mjög góð við hana, Róbert og ég. Ég verð að sjá um það. Hún hafði nefnilega á tilfinningunni, að ] Róbert hefði ekki reynzt móður sinni séi'' lega góður sonur. Hann hefði verið eigiW' gjarn og nokkuð tillitslaus, til dæmis þeg' ar hann hafði harðneskjulega neitað þv1 að láta hana vita um væntanlega gifting11 ; sína. Kannski var gamla frú Kelmer erfið 1 umgengni, nokkuð ráðrík. Það var skiljan- legt, að ekkja eins og hún vildi eiga Róbei't fyrir sig sjálfa einvörðungu. Þannig af' I stöðu höfðu mæður oft gagnvart einka- börnum sínum. „Gennehvoll!“ Tía var varla röknuð úr eins konar svef11' móki, sem á hana hafði fallið, er alvarleg' ur maður stóð í klefadyrunum, heilsað1 með höndina við húfuskyggnið og spui’ði: „Með leyfi, eruð þér frú Kelmer?“ Þetta var auðsjáanlega einkabílstjóri. Orðfæri hans var mjög háttvíst, eins tíðkast hjá mörgum samvizkusömum þjófl' um, sem eru jafnframt tortryggriir fyrlf hönd virðulegra húsbænda sinna. Tía hafði á tilfinningunni, að han11 myndi fyrst hafa leitað hennar á fyrsta farrými, áður en hann hefði komizt að þeirri niðurstöðu, að hún hlyti að vera a því þriðja. „Sælir,“ sagði hún og reis á fætur. „Farangur frúarinnar?“ „Þakka yður fyrir, — það eru þrjal ferðatöskur og hattaskja.“ Burðarmaður kom í ljós á bak við b1*' stjórann. Tía leitaði í veskinu sínu að s$' ustu aurunum og lagði þá í útréttan lófa burðarmannsins er hann hafði sett tÖsK' urnar inn í bílinn. Bílstjórinn hafði ekb1 snert við farangrinum, heldur sezt vF stýrið eftir að hann hjálpaði henni inri 1 stóra bílinn. Hún laut fram á við og barik' aði í glerrúðuna á milli þeirra. Hann d1'0 hana til hliðar og sneri sér við til að heyta’ hvað hún vildi segja. „Hvernig líður herra Kelmer?“ 160 HEIMILISBLAP111

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.