Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 26
hlusta á mig og reyna að skilja mig, Ró- bert...“ Hann sneri baki að dyrunum. Og hún heyrði dyrnar lokast með skelli og sneri sér snögglega við. Hann var farinn. Andartak sat hún þannig á stólnum og starði á lokaðar dyrnar. Síðan reis hún á fætur, stóð kyrr og hlustaði. Óttaslegin gekk hún að dyrunum, opnaði þær og leit fram á auðan ganginn. Neðan frá kránni bárust háværar raddir. Hún hraðaði sér inn 1 svefnherbergið. Gluggatjöldin voru dregin fyrir, og rúmin voru til reiðu fyrir nóttina. Hún læddist út aftur og niður stigann, en . . . hún fékk ekki trúað því, að hann væri þarna niðri, innan um hávaðann og hláturinn í gestun- um. Hún fór inn í svefnherbergið aftur, dró gluggatjöldin frá og horfði út í myrkrið, sem öðru hverju rofnaði fyrir eldingu. Framundan lá eyðileg höfnin, og hún greindi smám saman skuggalega, vaggandi fiskibátana. Róbert var horfinn. III. ELDRAUNIN. Róbert var horfinn burt. Hann var far- inn eitthvað út í óveðrið! Tía gekk að sím- anum. Hún ætlaði að segja: „Maðurinn minn þurfti að skreppa út, viljið þér gjöra svo vel að hafa heitt rommtoddý tilbúið handa honum, þegar hann kemur aftur . . .“ Hún varð að segja eitthvað, til að fullvissa sig um, hvort hann hefði farið út úr hús- inu, og til að vita, hvort nokkur hefði feng- ið þann grun, að eitthvað væri ekki í lagi með nýgiftu hjónin. En hugrekkið brást henni. Hún tók hönd- ina af tólinu og hughreysti sig með því, að enginn myndi hafa séð Róbert fara út eða héldi, að nokkuð væri í veginum með þau. Það gat enginn vitað neitt. Sú hugsun róaði hana. Hún leit á sófann og hugsaði: Ég fer inn og sæki handa honum sængurföt til næturinnar. Hún slökkti í dagstofunni, gekk inn í svefnherbergið, opnaði tösku Róberts og fór að taka upp úr henni og setja fötin | hans á sinn stað. Hún ætlaði að leggja nátt- | fötin hans á sófann og búa um hann, þeg- ; ar hún væri orðin viss um, að enginii myndi koma upp. Svo settist hún og beið | í þeim eina hægindastól, sem í herberginu var. Hún var enn í sínum hvíta silkikjól- Hún var fegin því, að hún skyldi ekki hafa sagt Róbert frá bréfinu, er hún hafði í hrifningu sinni og hugsunarleysi skrifað móður hans. Hann myndi ekki hafa fyrii’- gefið henni það. Hann myndi hafa haft hana grunaða um, að slíkt væri einn þátt- urinn í útreiknaðri fyrirætlun hennar uru ! að tryggja sér hann og halda honum í greip sinni. Og þó... Nei, það gat ekki verið, að hann héldi slíkt um hana. En hvað síminn gat haldið áfram að hringja þarna niðri. Ætla mætti, að hanU vekti allt húsið. Tía hafði alls ekki getað fest blund. Húu stóð frammi á ganginum, alveg við stiga- gatið, þegar síminn tók að hringja. Hún hafði læðzt fram til að vita, hvort hún heyrði nokkuð til Róberts. Klukkan vai' þrjú, og það var niðdimm nótt. Síminn hafði vakið veitingamanninn. Hún heyrði hvar hann kom hjakkandi á inniskóm. tuldraði ólundarlega, greip símann og sagð1 „Halló!“ Hún hallaði sér fram yfir handriðið við uppgönguna, og allt í einu var kveikt ljóS í stiganum, og maðurinn kom hvatur 1 spori. Hann nam þó staðar undrandi, ei' hann sá hana standa þarna í hvítum kjóln- um. „Það er síminn til yðar, frú, eitthvað mjög áríðandi.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði hún og hljóp niður stigann. „Það var leitt, að þér skyld- uð vera vakinn.“ „Síminn hangir þarna á grindununn frú!“ svaraði hann stuttlega. Hún stóð við grindur afgreiðsluborðs- ins og þrýsti heyrnartólið í skjálfand1 greip sinni. Hún varð að styðja sig við grindurnar til þess að kikna ekki, og henn1 158 HEIMILISBLAÐlp

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.