Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.07.1964, Blaðsíða 10
að til Hugh Porrits og framtíðar þeirra beggja, sem fyrir skömmu hafði virzt svo björt og full af fyrirheitum. Nú fannst henni blasa við sér auðn og eyðimörk. „Þetta verða þá tvær krónur,“ mælti frú Dawson. Harriet átti bágt með að leyna forvitni sinni á leiðinni niður stigann. Hún greip undir handlegg Evelynar og spurði: „Jæja, og hvað?“ „Ekkert.“ Hið vingjarnlega andlit Harriets varð nú fýlulegt, aldrei þessu vant. „Eins og það þurfi nú að segja manni það!“ sagði hún ásakandi. „Æ, við skulum ekki tala um það núna,“ svaraði Evelyn döpur. „Þú ert nú hjátrúarfull!“ mælti Harriet enn fýlulegar en fyrr. Evelyn gekk einsömul heim á leið. Hún þóttist vita, að Hugh Porrit myndi biðja hennar einhvern næstu daga, en hvað stoð- aði það, þegar hún vissi, að hún átti fyrir höndum að lenda í tugthúsinu fyrr eða síðar? Hvað gat hún gert? Gat hún tekið bónorði Hughs og átt það á hættu að krenkja æru hans — eða átti hún að neita honum og ganga alein til móts við örlögin ? Allt þetta kvöld velti hún þessu fyrir sér fram og aftur. Hún varð að komast að einhverri niðurstöðu — því að aldrei var að vita, hvenær Hugh kynni að koma fram með þessa löngu þráðu, dásamlegu spurn- ingu. Og allt í einu fannst henni hún eygja leið, og ef hún færi sniðuglega að öllu, væri ef til vill hægt að fara þessa leið. Hún gat framið eitthvert afbrot — eitthvert ósköp ómerkilegt og hlægilegt af- brot, sem í hæsta lagi gæti kostað hana smásekt. Og þessa sekt gat hún neitað að borga, og þá myndi hún verða „tekin föst“ um stundarsakir, í mesta lagi einn dag eða tvo. Þar með væru örlögin búin að fá vilja sínum framgengt, altént að nafninu til. Allan næsta dag, á meðan hún var að sýna viðskiptavinunum peysur af ýmsu tagi, var hún að bræða það með sér, hvern- ig hún gæti snúið sér í málinu. Og um kvöldið, þegar hún var á heimleið, gekk hún í gegnum stóra skemmtigarðinn til þess að geta lagt sjálfri sér ráðin í friði og ró. Kvöldið framundan var hennar sjálfrar. Hugh var önnum kafinn við vinnu sína. Ekki vissi hún í rauninni í hverju þessi vinna hans að kvöldinu var fólgin, en hún hafði tekið eftir því, að starf hans var á ólíklegustu tímum sólarhringsins, stundum á daginn, stundum á kvöldin eða jafnvel á nóttunni. Nú reikaði hún í hægðum sín- um og reyndi að uppgötva eitthvert við- eigandi afbrot: Hnupl, innbrot, fjársvik? Nei — komu ekki til mála. Allt í einu rak hún augun í skilti með áletrun: Bannað er að rífa greinar af trjánuni eða slíta upp blóm, að viðlagðri aðför að lögum. LÖGREGLAN. Evelyn fannst hún hafa himin höndum tekið, er hún las þetta. Var nokkuð sak- lausara og betur tilfallið? Hún sá þetta fyr- ir sér í sjónhendingu: Hún myndi verða sektuð eitthvað smávegis, hún myndi neita að borga sektina, og þá yrði hún látin „sitja hana af sér“ í einn eða tvo daga- Þar með væri spádómurinn kominn frarm eins og vera bar. Og aftur myndi blasa við björt framtíð — framtíðin með Hugh Porr- it; og hann þyrfti aldrei að komast að þessu. Einkennisbúinn eftirlitsmaður nálgaðist hægt og rólega. Evelyn sá hann útundan sér, beið hin þolinmóðasta unz hann vai’ kominn nokkru nær, þá beygði hún sig niður og sleit upp nokkra háa túlípana, sem uxu þarna í stórri breiðu. Útundan sér sá hún, að eftirlitsmaður' inn hafði tekið eftir þessu, og nú hraðaði hann sér til hennar. „Hæ — heyrið mig, þér þarna!“ Hún leit upp, náföl, en hin rólegasta, og stóð þarna kyrr með fjóra túlípana í höndunum. „Segið mér, kunnið þér ekki að lesa, eða hvað?“ spurði eftirlitsmaðurinn. Hann tók síðan að þylja upp ágrip þeirra ströngu lagafyrirmæla, sem vernduðu opinber3 142 HEIMILISBLAÐIÚ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.