Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 22
¦^.&^^<^-M>^w „Ég er sá stærsti.... ég er sá fallegasti.. .." virðist skepnan vera aö hrópa með aparaust út yfir heimsbyggðina. Þetta er elzta górillan i Evrópu, Tuy, og heldur um þessar mundir upp á seytjánda af- mælisdag sinn í dýragarðin- um í Lundúnum, þar sem hann hefur dvalizt frá því hann var háls annars árs. Litla stúlkan, sem gaf föður sínum þennan sparibauk, vissi hvað hún var að gera. Hún hugsaði sér nefnilega, að faðir hennar, sem er þýzkur flugmaður á farþegaflugvél, hefði baukinn hjá sér í stjórn- klefanum. Og í hvert skipti, sem flugvélin hefur sig á loft, stingur hann samvizkusam- lega peningi í sparibaukinn. —> Ölglasið er nægilega stórt til að rúma þennan litla ckihua- hua-hvolp. En ckihuahua- hundamir eru líka með allra minnstu hundum veraldar- innar. —» Helzti loðskinnasali Parísar hefur haldið sýningu á vetrar- birgðum sínum á Lassere við Champs Elysées. Meðal gesta sem þar sáust, var sovéski sendiherrann í París, Vino- gradov. <— Að undanförnu hefur fólk fengið að fara á milli Aust- ur- og Vestur-Berlinar um hinn margumtalaða múr, sem stendur á mörkum bæjarhlut- anna. Hér sjást Vestur-Berlín- arbúar á leið um hlið á múrn- um við Chaussestrasse. Þeir ætla að heimsækja vini og vandamenn austan múrsins. --» Elizabeth Taylor mun vera tekjuhæsta kvikmyndaleik- kona heims. Hún er gift leik- aranum Richard Burton, og mun í framtiðinni bera ættar- nafn hans, þrátt fyrir hörð mótmæli kvikmyndaframleið- enda. — Hjónin sjást hér á myndinni. <— 22 HEIMILISB LAPlp

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.