Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 22
Litla stúlkan, sem gaf föður sínum þennan sparibauk, vissi hvað hún var að gera. Hún hugsaði sér nefnilega, að faðir hennar, sem er þýzkur flugmaður á farþegaflugvél, hefði baukinn hjá sér í stjórn- klefanum. Og í hvert skipti, sem flugvélin hefur sig á loft, stingur hann samvizkusam- lega peningi í sparibaukinn. Ölglasið er nægilega stórt til að rúma þennan litla ckihua- hua-hvolp. En ckihuahua- hundarnir eru líka með allra minnstu hundum veraldar- innar. —> Helzti loðskinnasali Parísar hefur haldið sýningu á vetrar- birgðum sínum á Lassere við Champs Elysées. Meðal gesta sem þar sáust, var sovéski sendiherrann í París, Vino- gradov. Að undanförnu hefur fólk fengið að fara á milli Aust- ur- og Vestur-Berlínar um hinn margumtalaða múr, sem stondur á mörkum bæjarhlut- anna. Hér sjást Vestur-Berlín- arbúar á leið um hlið á múrn- um við Chaussestrasse. Þeir ætla að heimsækja vini og vandamenn austan múrsins. —> Elizabeth Taylor mun vera tekjuhæsta kvikmyndaleik- kona heims. Hún er gift leik- aranum Richard Burton, og mun í framtíðinni bera ættar- nafn hans, þrátt fyrir hörð mótmæli kvikmyndaframleið- enda. — Hjónin sjást hér á myndinni. <— „Ég er sá stærsti.... ég er sá fallegasti.. ..“ virðist skepnan vera að hrópa með aparaust út yfir heimsbyggðina. Þetta er elzta górillan í Evrópu, Tuy, og heldur um þessar mundir upp á seytjánda af- mælisdag sinn i dýragarðin- um í Lundúnum, þar sem hann hefur dvalizt frá því hann var háls annars árs. 22 HEIMILISBL

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.