Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 7
bæði heitt og rjótt. Aldrei fyrr hafði hún Qansað eins mikið og á þessu kvöldi. En jönst inni var hún logandi af heift. Hvað neft Anders um hana? Nei, hún var ákveð- ln í því að líta aldrei i áttina þangað sem nann var. ¦— þetta var búinn að vera langur og strangur vetur. Mánuðum saman hafði Jorðurinn verið ísi lagður, og frá bæjar- pyrum Andersens formanns, niðri við sjó- lnn> sást ekki annað en ís og aftur ís, svo angt sem augað eygði. Heimurinn hafði revtzt í hvíta eyðimörk undir stjörnu- pórtu fagurhveli. Sjóþorp lá á nesi við 3arðarmynnið, og þegar ísinn var mann- e«lur að vetri til fóru veiðimennirnir út ° álaholunum og veiddu sér ál. Á þann aft gátu menn haft ofan í sig, þegar fast- ast svarf að. Nokkrum dögum eftir dansleikinn í ranni kom Anders Hög í heimsókn. For- . aðurinn og kona hans tóku vinsamlega móti honum. Sjómaðurinn var þekktur dugnaði og drengskap, ráðvendni, og yrir að innvinna sér drjúgan skilding, *jegar svo bar undir. Foreldrum stúlkunn- ar kom saman um það, að ef það ætti fyrir ristínu litlu að liggja að ganga að eiga ann, yr5j þag e^ki sem verstur ráðahag- • Ungmennin tvö voru skilin ein eftir í Jofunni um stund. Kristín sat hin stillt- ta á stól sínum og saumaði, en Anders eri ókyrr í sínu sæti. »Ertu reið út í mig, Kristín?" spurði »Reið?" svaraði stúlkan og leit á hann íis og hún skildi hvorki upp né niður í 1 sem hann var að segja. Hvers vegna til ! nun að vera reið? Svipur hennar gaf . «ynna slíkt kæruleysi, að Anders reis ^Ur örvinglaður og gekk til hennar. >.Eg var önugur í orðum við þig þarna bal kvöldlð>" sagði hann. „Ég skil vel, að ^as særði þig, og ég hafði heldur ekkert hÍf^ tÍ[ að seSJa bað sem éS sagði. Ég as hekkert leyfl tn að asaka bie fyrir bað Þú skemmtir þér. Ég hef verið að hugsa ^1 betta síðan, og ég skil það nú, að þegar £ ^nissti stjórn á mér, þá var það aðeins gna þess, að ég gat ekki unnað öðrum ess að dansa við þig." HeiMilisblaðið „Jæja," svaraði Kristín og vissi ekki vel hvernig hún ætti að taka þessari játningu. Það var ágætt, að Anders kom fyrir sig vitinu og sá, að hann hafði sært hana, — en hann mátti heldur ekki sleppa frá þessu á svona auðveldan hátt. Hann varð að skilja það, að einnig hún hafði sinn eigin vilja. Hún ætlaði sér auðvitað að fyrirgefa honum, en bara ekki alveg strax. „Ég er eiginlega búin að gleyma hvað þú sagðir þarna um kvöldið," sagði hún að lokum. „Þér fannst víst ég dansa of mikið, og það getur vel verið rétt. Þegar þú varst farinn, dansaði ég svo til allan tímann við hann Lars Hede." „Þann kvennabósa!" hrópaði Anders upp. Kristín virti hann fyrir sér ertnislega. „Hann er ekki verri en hver annar," svar- aði hún. „Og það er gaman að tala við hann, og hann dansar vel. Ég er nú ekki fædd til þess að taka alla hluti of alvar- lega." „Kærirðu þig yfirleitt ekkert um mig lengur?" spurði Anders Hög. „Sú var þó tíðin, að þú vildir vera í mínum félagsskap og kærðir þig ekki um aðra. Og aldrei mun ég geta fellt mig við aðrar stúlkur en þig." „Þetta segirðu núna," svaraði Kristín og brosti dauft. „Þetta hélt ég líka einu sinni. En ástin er sjúkdómur, sem hægt er að lækna. Og þú munt sjá til, að hann líður hjá, Anders." Svipur Anders Högs lýsti djúpri þján- ingu, og Kristín fann fyrir skyndilegri löngun til að hlaupa upp um hálsinn á hon- um og biðja hann fyrirgefningar. Orðun- um var ekki ætlað annað en vera stríðni. En — nei, hann hafði gott af að reyna það, hvernig honum þætti að missa hana. I fáeina daga ætlaði hún að halda honum í óvissunni, en taka hann síðan í fulla sátt. Sjómaðurinn greip hattinn sinn og stóð andartak þögull fyrir framan hana. „Ég hefði aldrei haldið, að þannig ætti þetta eftir að enda á milli okkar," mælti hann að lokum. „En þá er líklega bezt ég fari núna og komi ekki aftur. Úr því þú

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.