Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.01.1965, Blaðsíða 9
apra hönd? Sjómennirnir þráðu þeyinn, rétt eins og bóndinn þráir þurrk, þegar hann á neyfeng sinn ókominn undir þak. Anders Hög var ekki í hópi þeirra, sem erfitt áttu með að komast af. Hann var einhleypur og þénaði það mikia peninga aðra árshluta, að engu máli skipti fyrir ^ann, þótt veturinn teygðist á langinn. — ¦^nders Hög ól ekki á neinum peninga- ^yggjum, hann hélt sig í ró innandyra, en °1 engu að síður á áhyggjum af öðru tagi °g þeim ekki litlum. Nótt sem dag var ^istín í huga hans. Engrar huggunar var leita í brennivíni, og hann drakk sig .Kki fullan nema í þetta eina skipti. Þess stað sneri hann sér nú að starfinu starfs- s vegna. Hann reis snemma úr rekkju á j^orgnana og bætti net við lampaljós. Strax Pegar dagsbirtunnar naut, fór hann út á 3orð nieð álastöngina sína. Hann kom ekki íand fyrr en dimmt var orðið, og strax ?r hann hafði lokið við kvöldverðinn lagð- t hann til hvíldar og reyndi að sofna. En Jöulega kom það fyrir, að um miðja nótt eis hann úr rekkju á ný og gekk ósofinn tU verks. \1j Y° emn dag kom stormurinn, loksins. öeins fáeinir álaveiðimenn voguðu sér út Jsinn, og þeir komu snemma aftur í land. rokkrinu gaf brakið í ísnum til kynna, að hann væri tekið að leysa. Golan í byrj- Var orðin að stormi, og í myrkrinu sást ytta í brimrönd nokkurn spöl frá strönd- , ni- Ishellurnar voru þegar komnar á hreyfingu. ¦^ndersen formaður kom heim, alvarleg- 'a svip. »Þeir segja, að Anders Hög sé ekki enn ek?Ínn l land'" sagði hann- "Hann varð ki samferða hinum álakörlunum, þegar í£ fóru heim og stormurinn jókst." Kristín varð föl eins og kölkuð gröf. »Er hann þar úti?" spurði hún hljóm- aðust- „En það verður að gera eitthvað til bjarga honum! Hefur nokkur farið til *ö feita hans?" ó Faðir hennar hristi höfuðið. „Það væri s manns æði að fara út í þetta veður. ^. tUr gæti malazt eins og skurn á milli ronarhykkra ísflaganna. Og það er ofsa- yra ^IMIL „En hann deyr!" hrópaði Kristín. „1 þessu roki hrekst hann á haf út . . ." „Margt getur skeð," svaraði gamli for- maðurinn. „Maður hefur áður heyrt um menn, sem sáust af skipum staddir í nauð- um úti á ísjökum. Spurningin er, hvort hann getur afborið kuldann. Isinn bráðnar ekki fyrst um sinn, það sterkur er hann." Kristín starði fram fyrir sig, og faðir hennar var reiðubúinn að taka af henni fallið, ef líða skyldi yfir hana. En hún sneri sér rólega í átt til hans. „Þið verðið að gera tilraun til að hjálpa honum," sagði hún. „Ætlið þið að láta manninn farast, án þess að gera tilraun til að bjarga honum? Aldrei myndi hann hafa látið slíkt gerast!" „Það er ekki hægt að aðhafast neitt," svaraði formaðurinn faðir hennar lágt. „Við komum ekki mótorbát á sjó, og ekki er hægt að fara á árabát í ísnum/Við vor- um að tala um þetta heima hjá Jens Niss. Við verðum bara að vona, að gæfan verði honum hliðholl." Kristín svaraði ekki, en gekk út úr stof- unni. Andartaki síðar kom hún inn aftur, klædd gömlum olíustakki og með sjóhatt á höfði. „Hvað ætlastu fyrir?" spurði faðir henn- ar. „Ertu gengin af vitinu?" „Ég ætla að fara út til hans," svaraði Kristín. „Ég get áreiðanlega fengið ein- hvern til að setja út.bát. Sjálf get ég róið. Og geti ég það ekki, þá. . . ." Gamli maðurinn greip þétt um handlegg- inn á henni, en hún sleit sig lausa. „Mér er alvara," sagði hún. „Og ef þið viljið ekki hjálpa mér með bátinn, þá stekk ég út á ísinn!" Formaðurinn var ekki lengi að bregða sér í treyjuna sína. „Komum," sagði hann. „Kannski fást einhverjir yngri mannanna til að koma með." Niðri við bryggjuna stóð hópur veiði- manna og mændi út yfir f jörðinn. Það hafði frétzt, að Anders Hög væri enn úti á ísn- um, og menn töluðu í lágum hljóðum um fréttina. Þeir voru ekki margir sem töldu, að hann kæmist lifandi til lands. Andersen formaður gekk inn í hópinn. ISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.