Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 2

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 2
Maríumyndin í Briigge LÍTT ÞEKKT ÆSKUVERK MICHELANGELOS Um þær mundir, sem Michel- angelo gerði hina frægu Daviðsmynd sína, var einnig gerð í Flórens Maríumynd fyrir- ir borgina Briigge í Belgíu. — Belgískur kaupmaður, sem átti verzlunarhús i Flórens og Róm, á að hafa keypt hana fyrir 100 dúkata. Michelangelo var sonur smá- kaupmanns i Flórens. Hann nam á æskualdri i skóla Do- menicos Ghirlandajo, stundaði íramhaldsnám í myndhöggvara- list i skóla Lorenzos Magnifico og hélt síðan, þá 21 árs að aldri, til Rómaborgar, sem þá taldist forystuborg Italíu, hvað listir snerti. Eftir það var hann aðeins skamma hríð í fæðing- arborg sinni, þar sem hann gerði Daviðsmyndina og Maríu- myndina fyrir Brúgge, og teikn- aði auk þess hermannsmynd, sem var uppkast að hliðstæðu við verk Leonardos. — Maríu- mynd þessi er gerð á árabil- inu 1501—1503, og það er vafa- laust á veikum rökum byggt, að bækur um listasögu geta hennar sem vafaatriðis. — Al- brecht Dúrer getur árið 1521 í ferðabók sinni frá Hollandi hinnar hvítu marmarastyttu af Guðsmóður í Brúgge. — Þótt rannsóknir síðari tíma telji nokkurn vafa leika á um höíund hennar, var Dúrer sannfærður um að hún væri eftir Buonar- roti. Frakkinn David d’Angers og þýzki listfræð- ingurinn Wölfflin geta þess til, að einhver að- stoðarmaður Michelangelos kunni að hafa unnið að styttunni með honum. En sé Maríustyttan í Brúgge borin saman við hina fræku mynd ,,Pieta“, sem listamaðurinn gerði 1498—1500 fyrir Péturs- kirkjuna, samkvæmt pöntun kardinála eins í Frakldandi, ætti mönnum ekki að dyljast hand- bragð Michelangelos, því að t. d. eru höfuð stytt- anna það lík hvort öðru, að ekki getur aðeins verið um sömu fyrirmynd að ræða, heldur einnig sama listamann. Að sjáifsögðu getur verið um að ræða viss frábrigði í verkum Michelangelos, sem á æskualdri hafði enn tamið sér fastan stíl, heldur átti til ótrúlegan fjölbreytileika. En um það verður ekki villzt, að sterk klassik áhrif ein- kenna bæði þessi verk, tignarlegur virðuleiki og fegurð kvenmyndanna, göfgi andlitsdráttanna, ró- semin í svipnum. Allt bendir þetta til þeirra áhrifa, sem Michelangelo varð fyrir á æskualdri og koma fram í fyrri verkum hans; það voru áhrifin frá Donatello og meisturum fornaldarinnar. Heimilisbla&ið kemur út annan hvern mánuð, tvö tölublöð saman, 44 bls. Verð árgangsins er kr. 50.00. I lausa- sölu kostar hvert blað kr. 10.00. Gjalddagi er 5. júní. - Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastræti 27. Sími 36398. Pósthólf 304. — Prentsm. Leiftur. Nýir áskrifcndiir fá cldri árgang • kaupbæti, cf iiorgnn fylgir pöntun. --- fJtanáskrift cr: Heiniilishlaðið, Bcrgstaðastræti 27, pósthólf 304, Rcykjavík. Síacsi 36308.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.