Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 9
Smásaga eftir Olgu Moore. Það er örugg sannfæring mín, að ástir og örlög eigi sín á miili einskonar leyni- makk. Flýi maður ástina í austri — vegna þess að hún hefur veiklað taugar manns og sefa — og haldi vestur á bóginn til að leita sér að felustað, hittir maður hana einnig þar fyrir einn góðan veðurdag, að- eins með annað andlit og í dulargervi sem ógjörningur er að sjá við. Á því er enginn vafi, að það eru forlögin sem þarna leika á mann og gefa upp heimilisfang manns. Því að hvernig ætti þessu annars að vera varið ? Þannig var það með mig. Ég var komin til Wyoming — af fyrrgreindum dapurlegu ástæðum — og hafði ekki verið þar vikuna á enda, þegar ég stóð augliti til auglitis við ástina að nýju, öldungis fyrirvaralaust, og hún var í eins útsmognu dulargervi og hugsazt getur. Hún birtist í veru ungs manns, Jack Bry- ant að nafni. Hann var einhver sá óþægi- legasti, ófyrirleitnasti, drýldnasti, hrotta- fyllsti og ráðríkasti maður, sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Hann var nauta- ræktarmaður, hár og myndarlegur sem hallað er, andlitið mjög sérkennilegt — mannabeinum, lærleggur og sköflungur. Auk þess fundust í krukkunni margar smá- Pjötlur af purpuradúk. Spölkorn uppi í múrveggnum stendur falið loklaust ílát, sem er alveg mátulegt utan um krukkuna — það hefur auðsjáan- lega verið notað sem felustaður á ófriðar- tímum. Hinar guðfræðilegu erfikenningar, sem flestir álitu einskærar helgisagnir, fengu sögulega staðfestingu sína í Róm. hárið ljóst og augun blá og þóttaleg ■— í stuttu máli sú manngerð, sem ég hef alltaf haft grímulausa óbeit á og aldrei getað fellt mig við. Á kyrrlátum degi stóð ég við veröndina á stórbúi Canfields og horfði í átt til fjall- anna, sem hófust í margbreytilegum bláma og með sólgullnum tindum handan dals- ins. Ég tók þá ákvörðun að ganga í áttina þangað og lagði þegar af stað, klædd rauð- um sumarkjól, sem ég hafði keypt mér fyr- ir peningana, sem ég fékk fyrir síðustu blaðagrein mína. Þetta var skemmtileg ganga gegnum lyng og úlfabaunir. Ég fyllti lungun fersku lofti og lét goluna leika um hár mitt. Það eina sem fór í taugarnar á mér voru gadda- vírsgirðingarnar, sem öðru hvoru voru að stinga mig. Ég skreið undir þá fyrstu, og hún setti rifu á kjólinn minn. Á næstu girð- ingu fann ég samt hlið, sem betur fór, enda þótt mér gengi erfiðlega að opna það. Aftur á móti reif ég mig í höndina á hliði þessu, og fékk að auki stóra skrámu á aðra kinnina, þegar ég rak mig í hliðstólpann. Ég varð svo úrill, að ég lét hliðið standa opið á eftir mér í hefndarskyni — það var meira fjárans hliðið Ég gekk upp á hæð eina og rakst þar allt í einu á nautgripahjörð — stórar skepnur með stór blimskakkandi augu. Þær reistu höfuðið, þegar þær urðu mín varar, góndu á mig andartak og komu síðan hlaupandi í áttina til mín. Blóðið storknaði í æðum mér, og hjartað spratt upp í háls. En það mikill blaðamaður er ég, að jafnvel á þessari stundu sá ég í anda fimmdálka forsíðufrétt með feitri yfir- skrift: Ung blaðakona troðin undir naut- gripahjörð! Á að gizka tiu skrefum frá mér stað- HEIMILISBLAÐIÐ 229

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.