Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 28
hann var raunverulega kominn. Það hafði alls ekki verið ætlun hans. Síður en svo — þegar hann fór frá Sturton, hafði hann verið fastákveðinn í því, að í framtíðinni skyldi hann sneiða hjá öllum þeim konum, sem hætta gat verið á, að hann kvænt- ist. Margie var ein þeirra. Síðari hluta laugardags hafði hann samt orðið gripinn megnri óþreyju, sem hann sjálfur gat ekki skýrt, og áður en hann vissi var hann farinn að búa sig undir ferð til Sturton. Og samstundis og hann sá Mar- gie varð hann glaður yfir því að hafa látið undan löngun sinni. Ekki gladdi það hann síður að sjá, hversu himinlifandi hún varð við komu hans; það var gleði sem hún lét í ljós án þess að reyna það — jafnvel án þess að vilja það. Hann gekk til hennar og tók hönd henn- ar í lófa sína. „Ég ætlaði mér alltaf að koma!“ skrökvaði hann. „Það hélt ég satt að segja, að þér hefðuð skilið.“ Svo bætti hann við, eilítið lægra: „Þér lítið dásam- lega út í kvöld, Margie.“ Alek ók þeim á dansleikinn í bíl sínum, og Margie gekk inn í danssalinn upplits- djörf. Þarna var um danskort að ræða, þvi að konurnar í nefndinni höfðu ákveðið, að slíkt skyldi vera. Alek stóð í dyrunum með danskort Margiear í höndunum. „Ef ég þarf að skrifa nafnið mitt svona oft, fæ ég ritkrampa," sagði hann brosandi. „Væri ekki betra ef ég skrifaði bara Alek þvert yfir allt kortið?“ Hún hló við. — Dan, sem stóð þarna skammt frá, kom nú auga á þau og gekk til þeirra. „Margie,“ sagði hann hásum rómi. „Ég var farinn að halda, að þú kæmir ekki. Ég var enn ekki búinn að skrifa mig fyrir einum einasta dansi. Ég beið eftir---------“ Svo vir-tist sem hann tæki allt í einu eftir Alek. „Þekkir þú Alek Wyman, Dan?“ spurði Margie. „Alek Wyman?“ Dan kipptist við. Var það ekki maðurinn sem frænka hans hafði gefið í skyn að myndi kvænast Kitt- en, þegar skilnaðurinn væri kominn í kring? Kannski bjóst hann við Kitten — enda þótt löngun hans eftir henni gæti varla verið of mikil, eftir því að dæma hvernig afstaða hans og framkoma var við Mar- gie. — Alek Wyman virti Dan einnig gaumgæfi- lega fyrir sér. Svo að þetta var þá maður- inn sem Margie hafði verið trúlofuð? Hon- um var ekki ljóst samband hans og Mar- giear nú. Gat hugsazt, að þau hefðu sætzt að meira eða minna leyti á meðan hann var burtu? Það kom illa við hann að hugsa til slíks. „Má ég fá að líta á danskortið þitt?“ sagði Dan. — „Hvað má ég panta marga dansa? Að sjálfsögðu sitjum við við sama borð. Og ef þú dansar meiri hlutann af dönsunum við mig, hef ég auðvitað ekkert á móti því, að þú dansir við einhverja aðra.“ Það var síðasta setningin, sem hleypti illu blóði í Alek. „Ungfrú Norman hefur þegar lofað öllum dönsum fram að mat,“ greip hann fram í kurteislega en ákveðinn. „Og hvað dansana annars snertir, hefur hún lofað að dansa svo til alla dansana við mig.“ — Og áður en Dan gat mótmælt, hafði Alek lagt handlegginn yfir um hana og dansaði með hana út á gólfið.- „Ég vona, að þér hafið ekki haft mik- ið á móti því, að ég skipti mér af mál- inu?“ spurði Alek lágt, er þau höfðu dans- að fáeina hringi. „Það veit ég þó svei mér ekki,“ svaraði Margie. Hann hló við stuttlega. „Að sjálfsögðu höfðuð þér ekkert á móti því. Sú kona er ekki til í öllum heimi, sem er mótfallin því, að tveir sæmilega útlítandi menn hái orðakeppni hennar vegna.“ En hún gat ekki verið fráhrindandi og sýnt kalda kurteisi mjög lengi. Gleðin og ánægjan af því að dansa bræddi enn klak- ann; hún þrýsti sér nær honum, og armar hans tóku þéttar utan um hana. Hún fann fyrir geysimiklum lífsþrótti þessa stund. Og fyrir hamingju; hún var hamingjusamari en hún hafði verið um margra vikna skeið. Henni var jafnvel sama, þótt Dan stæði úti við dyrnar og sendi henni gremjulegt augnaráð. 248 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.