Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 27
XVI. MAÐURINN í FYLGD MARGIEAR Sólargeislarnir skinu inn um gluggatjöld- in og vöktu Margie; hún var glaðvöknuð í sömu andrá. Það var einmitt í kvöld, sem halda átti dansleikinn. Þá átti hún fyrir höndum að sjá Dan aftur. Hún hafði ekki séð hann síðan daginn sem hann heim- sótti hana, en það var ekki honum að kenna. Hann hafði hringt til hennar á hverjum degi. Hann hafði sent henni blóm; spurt hvort hann mætti ekki koma til henn- ar. En hún hafði hugsað sem svo: „Ég verð að hugleiða málið vel; ég verð að eiga viku hlé, til þess að róast og átta mig á þessu öllu.“ Og nú var vikan liðin — án þess hún hefði komizt að niðurstöðu. Miklu fremur fannst henni hún vera óvissari en áður, — óöruggari en hún hafði verið kvöldið sem Dan hafði komið inn í líf hennar öðru sinni. Henni var ljóst, að hann hafði ennþá mikið að segja fyrir hana. En í hvert skipti sem hún var að því komin að hringja til hans og biðja hann að koma, var eitthvað sem hélt aftur af henni. Var það óttinn við það, að það sem eitt sinn hefði gerzt gæti hvenær sem var endur- tekið sig? I kvöld myndi hún allavega fá að sjá hann. 1 kvöld varð hún að gefa honum ákveðið svar. Clive hafði sagt, að hann ætlaði að koma á dansleikinn, ef hann gæti, en hann hafði einnig sagt, að ef til vill yrði það alls ekki skemmtilegt þar sem Kitten myndi áreið- anlega verða til staðar. „Þótt mér sé reynd- ar sama hvað hún segir. — En þú lofar að dansa við mig samt sem áður, er það ekki?“ Innst inni gat hún ekki komizt hjá því að hugsa um það, að það var annar maður sem hafði sagzt ætla að koma. En hún vissi vel, að hann myndi ekki gera það. Hún hafði vitað það á þeirri stundu sem hann hafði kvatt hana. öll framkoma hans hafði greinilega sagt sem svo: „Nú er þetta búið. Þetta var ágætt í alla staði á meðan það var, — aðeins ef þér viljið gera yður ljóst, að það er liðin tíð.“ Hún hafði lokið við að klæða sig um átta- leytið. Þau þurftu ekki að leggja af stað fyrr en hálf-níu. Faðir hennar var uppi, tautandi hálfönuglega yfir því hve erfitt væri að komast í kjólfötin sem hann var búinn að eiga frá því hann var ungur og reyndust honum þrengri og óþægilegri þeim mun oftar sem hann reyndi að fara í þau. Hún gekk að glugganum og opnaði hann til þess að hleypa inn svolitlu af vorloftinu fyrir utan. Þetta var unaðslegur og kyrr- látur kvöldtími; bleikur máni óð í hvítum skýjareifum. Á stöku stað glitti í skæra smástjörnu. Margie gat ekki stillt sig um að hugsa til þess, hversu það hefði verið ánægjulegra, ef hann hefði komið og sótt hana. Var það stolt hennar sem hafði feng- ið hana til að segja nei, — eða hafði það verið veik innri von um það, að einhver annar yrði til þess að fara með hana á dans- leikinn? Nancy rak höfuðið inn úr gættinni. „Á ég að hringja á bíl, ungfrú Margie? Nei, en hvað þér lítið dásamlega út!“ Margie gat ekki stillt sig um að brosa. „Finnst yður það virkilega, Nancy? Það er fallegt af yður að segja það.“ Bíll kom akandi að uppkeyrslunni og fór mikinn. Gljáfagur nam hann staðar, ungur maður steig út; það stirndi á hvítt skyrtu- brjóst hans er hann gekk rakleitt upp að húsdyrunum og hringdi bjöllunni. Margie hraðaði sér frá glugganum. Hún reyndi hvað hún gat til að vera róleg, en hjartað barðist í brjósti hennar allt hvað af tók. Gat það verið. . . . ? Hún hafði ekki séð vel framan í hann í myrkrinu, en henni fannst hún þekkja vöxtinn og hreyfing- arnar. Það leið góð stund frá hringingunni. — Hvers vegna fór Nancy ekki til dyra? Þeg- ar hann loks gekk inn í stofuna til hennar, hafði henni heppnazt að verða það róleg, að hún gat sagt nokkurn veginn eðlilega: „Jæja, svo að þér komuð, samt sem áður?“ „Já, það gerði ég. Bjugguzt þér ekki við því?“ Hún brosti. „Ég veit það varla. Síðast þegar ég talaði við yður virtuzt þér varla vita það sjálfur." Alek hefði ekki getað útskýrt það fyrir neinum, sízt af öllu sjálfum sér, hvers vegna heimilisblaðið 247

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.