Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 22

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 22
AF HEILUM HUG Eftir JENNYFER GRAYSON Hún teygði handlegginn að símanum og hringdi í gistihús það, þar sem Dan átti aðsetur í Birmingham. ,,Dan!“ sagði hún og var mikið niðri fyr- ir. ,,Ég verð að fá að tala við þig strax — það er óhemju áríðandi.“ „Nei, ert það þú, Kitten?" Rödd Dans var síður en svo vingjarnleg. Það hafði haft mjög miður góð áhrif á hann, er hann frétti um komu Aleks til Sturton, og eink- um þau orð frú Swaythings, að á milli syst- ur hans og hins unga þekkta íþróttamanns væri eitthvert makk. Fram til þessa hafði hann lagt einlægan trúnað á samsærið gegn Kitten. Nú höfðu hins vegar runnið á hann tvær grímur, og það svo að um munaði. Kitten hafði hringt til hans án þess að gera sér þess fulla grein, hvað hún myndi segja við hann, þegar hann kæmi. En nú, þegar hún lagði tólið á, var hún nánast óttaslegin, en fann jafnframt, að hún varð að taka eitthvað til bragðs og mátti engan tíma missa. Dan kom fyrr en varði. „Hvað á allt þetta að þýða, Kitten?“ spurði hann önuglega strax og þau voru orðin ein. „Ó, Dan.“ Hún lét fallast í hægindastól og neri hvítum höndunum linnulaust. „Ég — ég veit satt að segja ekki, hvemig ég á að segja þér frá þessu öllu. Mér er ekki einu sinni ljóst, hvort það er nokkuð til að segja frá. En — Clive kom sem sagt hing- að í gær til að tala við mig.“ Hún þagði við andartak. „Nújá?“ sagði hann óþolinmóður. „Ég var búinn að frétta, að hann væri hér. En það var svo sem ekkert skrýtið. Maður hef- ur heyrt, að það væri anzi gott á milli hans og Margiear. Ég geri ráð fyrir, að þau gifti sig strax og skilnaðurinn er kominn í kring.“ „Það er einmitt það, sem er svo hræði- legt, Dan,“ hvíslaði hún. „Ég kasta þeim beinlínis í fangið hvort á öðru, — og svo er alls ekki vist, að þau eigi saman. Ég á við — þau elska kannski ekki hvort ann- að.“ Röddin brást henni. „Það er þá nokkuð seint fyrir þau að komast að raun um það,“ sagði hann með þykkju. „Ó, Dan — það er — það er einmitt þetta, sem ég vil tala um við þig. Þegar ég var búin að tala við Clive í gær, fór ég að hugsa um það, hvort ég hafi haft rétt fyrir mér varðandi það, sem ég hef ásakað þau fyrir.“ Hann leit á hana tortrygginn. „Hvort þú hefur haft rétt fyrir þér varðandi það sem þú hefur ásakað þau fyrir?“ hrópaði hann. „En Kitten, þú sórst og sárt við lagðir, að hvert orð sem þú sagðir væri satt!“ „Ég hélt það væri satt,“ stamaði hún. „En — í gær, þegar Clive var hér, varð ég samt sem áður hrædd um, að ég hefði haft á röngu að standa. Ó, Danny, imynd- aðu þér bara, ef ég hef í rauninni haft rangt fyrir mér. . . .“ Hún snöggþagnaði. Hann gekk fast. að henni. Svipur hans var næstum afmyndaðm-, og augun skutu gneistum. „Kitten!“ Hann kreppti hnefann fyrir framan andlitið á henni. „Ef þú hef- ur sagt ósatt, þá — þá fyrirgef ég þér aldrei! Þú hefur bæði eyðilagt líf mitt og Margiear. Hvernig gaztu svarið og sárt við lagt, úr því þú varst ekki alveg viss um það sem þú sagðir?" Hún leit niður og drúpti höfði gegn á- 242 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.