Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 3
GRÖF PÉTURS POSTULA Kafli úr bókinni: „Biblían hafði rétf fyrir sér“ eftir dr. Werner Keller. Eftir að Múhameðstrúarmenn höfðu lagt undir sig Landið helga árið 637, var það lokað kristnum mönnum í margar aldir, að undanteknu tímabili á krossferðatím- unum. Eini staðurinn á jörðinni, þar sem kristin erfð varðveittist óslitið um aldirnar, var Rómaborg, stóll Péturs. Hver var Pétur, hvernig birtist persóna hans í Nýja testamentinu? Símon var fiskimaður í Kapernaum á strönd Geneseret-vatnsins. Bróðir hans, Andrés, fór með hann til Jesú. „Jesús leit á hann og sagði: Þú ert Símon Jóhannes- son, þú skalt heita Kefas, sem er útlagt Pétur.“ (Petros) (Jóh. 1,43). Og það þýðir „Klettur". Þannig varð hann einn af fyrstu lœrisveinum Jesú. Eftir dauða Jesú var Pétur sá fyrsti af lærisveinunum, sem sneri heiðingjum til kristinnar trúar. (Post. 10). Hann varð leiðtogi hins fyrsta kristna safnaðar í Jerúsalem og Júdeu og starfaði síðar einn- ig utan Palestínu, það sást af bréfunum tveim til kristinna manna í Litlu-Asíu. 1 Jóhannesarguðspjalli er gefið í skyn, í samtali milli Jesú og Péturs, hvernig hann hiuni mæta dauða sínum á efri árum. »Þegar þú varst ungur, girtir þú þig og gekkst hvert sem þú vildir; en er þú eldist, muntu útbreiða hendur þínar, og annar mun girða þig og fara með þig, þangað sem þú vilt ekki. En þetta sagði hann til þess að gefa til kynna, með livaða dauð- daga liann mimdi vegsama Guð.“ (Jóh. 21, 18—18). Á þessum fáorðu ummælum um Pétur í Nýja testamentinu byggir helgisögnin, kirkjuleg erfikenning og munnlegar og skriflegar frásagnir af áframhaldandi ör- lögum Péturs. Þær segja frá því, að hann hafi liðið píslarvættisdauða í Róm, og þær vita einnig um staðinn, þar sem bein hans hvíla, nefnilega undir höfuðaltarinu í Pét- urskirkjunni. Veðhlaupabraut Caligúlu. Þegar Rómaborg brann. Á tímum hinna fyrstu kristnu manna, heyrðust svipusmellir á stóra kringlótta svæðinu, þar sem Péturskirkjan stendur nú. Jörðin dundi af hófataki hestanna og loftið endurómaði af þúsundrödduðu hrópi. Caligúla keisari (36—41 e. Kr.) hafði nefnilega látið gera veðhlaupabraut á þess- um stað. Eina minningin um hana er nú granna steinstrýtan (obelskinn) á Péturs- torginu. Caligúla hafði sjálfur látið sækja hana til Egyptalands. 1 júlí árið 64 kom upp eldsvoði í Róm. Orðrómur gekk um það, að Neró væri valdur að honum. Hann var ekki sjálfur

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.