Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 16
gefa henni armband, demantsnælu og fleira. — Matylda sagði þá, að hún skyldi giftast honum, svo að fjölskyldan slyppi við skömm. Nú kysstu báðir foreldrar hennar hana, og sögðu: ,,Hún er ágæt, hún Matylda okkar“. Nú heyrði ég, að talið barst að Hand- zlag. Pabbi sagði, að hann skyldi hækka hann í metorðum, en ekki fyrr en að brúð- kaupinu loknu, svo að hann setti sig ekki á háan hest. Hann væri reyndar bjáni, en annars skikkanlegur embættismaður, sem væri trúr í starfi. — „Ef hann nú bara giftist henni Matyldu okkar“, sagði mamma. — ,,Ég gef honum skipun um það sem yfirboðari hans“, sagði pabbi, ,,og ég segi honum allt“. Þegar herra Handzlag kom til okkar daginn eftir, var hann afar feiminn, og horfði stöðugt á Matyldu. Það hafði verið brýnt fyrir systur minni áður, að hún skyldi brosa við honum, og ræða við hann. Hún hlýddi, en hann sagði lágt: „Já, náð- uga ungfrú“. Síðan var borið fram vín. Hr. Hand- zlag dreypti aðeins lítillega á því, og sagði: „Með leyfi, herra húsbóndi“. Og fór því næst að ræða um embættisskjöl. — Þenna dag töluðu foreldrarnir ekki um hann, þeg- ar hann var farinn. Daginn eftir sagði faðir minn við Ma- tyldu lágt, svo að ég skyldi ekki heyra: „1 dag kemur undirmaður minn og biður þín, Matylda. Láttu rós i barminn á kjóln- um“. — Vinnukonan hljóp að sækja rós, en mamma fussaði við, og sagði, að það væri óþarfi að kaupa rós fyrir morðfjár, hún mætti gjarna vera ögn ódýrari. Svo var stökkt ilmvatni á Matyldu. Því, sem eftir var í glasinu, hellti ég á hundinn okkar. Hr. Handzlag kom, í svörtum fötum, með hvíta hanzka. Hann virtist enn hor- aðri og fölleitari en um morguninn. — Þegar hann var setztur, fór hann að tala um embættisskjöl. — Mamma kom með líkjörflösku og skenkti honum þrisvar. — Þegar hún ætlaði að hella á í fjórða sinn, sagði hann: „Það er nóg komið, náðuga frú“. Og við pabba sagði hann: „Herra húsbóndi, má ég biðja yður um einkavið- tal?“ — Nú fór mamma til Matyldu, sem var í næsta herbergi, geispandi. „Þessi bjáni virðist þurfa langan tíma til þess að gifta sig“, sagði hún. Mamma dyfti Ma- tyldu. Þá heyrðist líka rödd pabba: „Ma- tylda“. — Ég stóð við skráargatið, og heyrði pabba segja: „Elsku Matylda! Herra Handzlag hefur beðið þín. Ég hef ekkert á móti þvi. Þú ert aðalpersónan. Hvað segir þú við því?“ Ég heyrði, að Matylda grét, og kjökrandi svaraði hún: „Já“, og svo heyrði ég hana segja: „Mamma“. Mamma kom, og hrópaði: „Krakkar, ég vissi það strax. Þið eigið vel saman!“ — Þá kölluðu þau: „Pepicek!" — Ég fór inn í herbergið, og þau sögðu mér frá því, að herra Handzlag ætlaði að giftast Ma- tyldu. Mamma spurði mig, hvort mér myndi ekki líka hann vel. Og ég gat ekki sagt nei. Þá greip hann mig, kyssti mig og sagði: „0, Pepicek, sonur húsbónda míns!“ — Svo sagði hann stöðugt við pabba upp frá þessu: „Eins og þér skipið, herra húsbóndi og faðir“. Og við mömmu sagði hann: „Ég kyssi hönd yðar, náðuga frú og móðir“. — Þegar hann fór, gaf hann vinnukonunni gyllini og mér krónu, og sagði: „Þetta er handa þér, Pepicek, sonur húsbónda míns“. Daginn eftir hafði herra Handzlag hringa meðferðis. Og þegar vínið var bor- ið fram, lyfti hann glasi, og sagði: „Skál fyrir hjónabandshamingju okkai-! — Með leyfi, herra húsbóndi og faðir, náðuga frú og móðir!“ — „Gæfan fylgi ykkur, börn“, sagði mamma og grét. — Þegar Matylda síðan fylgdi herra Handzlag til dyra, var ég rekinn út úr herberginu, og mamma sagði við pabba: „Matylda verður að leggj- ast í nóvember. Hún á aðeins tvo mán- uði eftir“. — „1 næsta mánuði verður brúðkaupið“, svaraði pabbi. „og það verð- ur ekki fyrr en þá, sem við gefum honum skilríki um stöðuhækkun“. Matylda kom aftur inn í herbergið, og sagði, að bölvaður bjáninn hefði viljað fá hjá henni koss. — „En sú frekja!“ sagði mamma. — „En hann er góður starfs- maður“, sagði pabbi. 236 HEIMILISBL AÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.