Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 30
sé þess vegna sem ég vil fá skilnað? Rétt eins og þú ert nú orðin ástkona hans Hún hnykkti til höfði í áttina að Alek. „Þú neitar því vonandi ekki heldur. Hvers vegna ættu þeir annars að hafa nokkurn áhuga á þér þessir tveir menn?“ Með snöggri hreyfingu hóf hún höndina á loft og rak Margie svo vel útilátinn löðrung sem hún hafði afl til. Alek brá við og gekk milli kvennanna tveggja. „Hvernig leyfirðu þér að móðga og slá væntanlega eiginkonu mína!“ sagði hann svo hátt, að allir í salnum gátu heyrt. Kitten hrökklaðist undan, rétt eins og það hefði verið hún, sem höggið fékk. „Væntanlega eiginkonu þína?“ Hún greip andann á lofti, og röddin var furðu hljómlaus og veik. Hún var náföl í framan. „Væntanlega eiginkonu þína!“ endurtók hún, og það var sársauki en ekki reiði, sem í þetta sinn fékk rödd hennar til að titra. í vandræðalegri þögninni, sem þessu fylgdi, ruddi einn úr fylgdarliði frú Sway- tþings sér braut þangað sem Kitten stóð, tók um handlegg hennar og leiddi hana burt. Hópurinn leystist sundur eins og við töfraorð, en víðast hvar stakk fólkið sam- an nefjum og hvislaði hvert að öðru; því var mjög mikið niðri fyrir. Náföl í framan, en með roða á vanga eftir kinnhestinn, sneri Margie sér undan og fór út um næstu útgöngudyr, róleg og niðurbeygð. Henni var alls ekki ljóst, hvert hún ætl- aði sér að fara. Ýmist fann hún fyrir log- andi reiði, eða hún var gripin örvæntingu. Kitten hafði opinberlega lýst því yfir, að hún væri ekki aðeins ástkona Clives, held- ur einnig Aleks. f riddaralegri tilraun til að bjarga mannorði h'ennar hafði Alek gert heyrinkunnugt, að hún væri væntanleg eiginkona hans. En einhverra hluta vegna gramdist henni sú riddaramennska hans. Henni fannst hún jafnvel enn meira auð- mýkjandi en allt það, sem Kitten hafði látið sér um munn fara. Auk þess hafði hann með yfirlýsingu sinni gert alla að- stöðu mun erfiðari viðureignar. Annað hvort varð hún nú að samsinna þeim sögu- tilbúningi, ellegar hún varð að taka af skarið og segja sannleikann eins og hann var: að hún var alls ekki trúlofuð honum og hafði aldrei verið. En ef hún nú segði slíkt, þá myndi enginn maður trúa því, að hún hefði þó ekki verið ástkona hans. öll Sturton-byggð myndi skemmta sér kon- unglega á hennar kostnað. Og ekki aðeins hún sjálf yrði að gjalda þess arna, heldur og faðir hennar. Hún hraðaði æ meir göngu sinni, unz hún var farin að hlaupa við fót. Hún tók varla eftir því, að hún rak tærnar í, og heldur ekki að hún festi annan hælinn í kjólnum, svo að'rifnaði upp í hann. ör- væntingin flæddi yfir hana, er hún hugsaði til alls þess, sem komið hafði fyrir síðan Alek kom; hún hafði verið svo hamingju- söm, er hann allt í einu stóð inni á stofu- gólfinu hjá henni, svo hamingjusöm að hún hafði verið gráti nær af gleði. En nú iðraðist hún þeirrar gleði, sem hún hafði leyft sér að finna til við hina óvæntu komu hans. Hún komst heim og lét Nancy leiða sig inn í dagstofuna mótþróalaust. Þar lét hún fallast í hægindastól og starði sljólega í aringlæðurnar. Nancy kom með te til hennar, og hún drakk það eins og í leiðslu. Hún heyrði dyrabjöllunni hringt og vissi óðara, að það var Alek. Hann var frakkalaus, og svart hár hans var í óreiðu eftir kvöldkulið. „Hvað í ósköpunum á að þýða að hlaup- ast þannig á brott?“ sagði hann. — And- lit hans var þrútið af gremju. „Finnst yður ekki, að það hefði verið heiðarlegra gagnvart mér að vera um kyrrt og horfast í augu við kringumstæðurnar?“ „En hvernig hefði ég átt að vera kyrr? Eftir það sem þér sögðuð? Ég--------ég neyddist til að fara leiðar minnar,“ stam- aði hún vandræðalega. „Nei, þess þurftuð þér alls ekki,“ and- mælti hann. „Eins og þér rukuð á dyr stóð ég uppi eins og lygalaupur og viðundur. Þér hefðuð auðvitað átt að vera um kyrrt og taka þessu öllu eins eðlilega og nokkur 250 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.