Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 6
Konstantin keisari (306—337). lokuð inni í múrnum, þegar fram liðu stundir, til þess að vernda hana á ófriðar- tímum. Að minnsta kosti hvarf gröfin al- veg af sjónarsviði sagnritaranna, og eng- inn nefndi hana framar. Nýja dómkirkjan. — Fundur Berninis árið 1626. Eftir meira en ellefu hundruð og fimm- tíu ár hafði hið mikla timburþak yfir bas- ilíkunni fúnað, og suðurveggurinn, sem var byggður ofan á gamla hringleikahús- vegginn, var farinn að síga hættulega. — Þessi hrörnun vegna elli gerði það nauð- synlegt að endurreisa kirkjuna. Árið 1506 var ákveðið að byggja að nýju, og Bra- mante leggur fram uppdráttinn. Meðal byggingarmeistaranna eru margir frægir menn, svo sem Rafael og Michelangelo. Sá síðarnefndi stjórnaði starfinu frá 1547. Þegar arkitektinn Giacoma della Porta var að vinna að einhverju yfir gröf postul- ans, myndaðist ailt í einu stór sprunga fyrir fótum hans, og hann gat séð gegn- 226 um hana niður í hvelfingu eina. Klemens páfi VIII. og þrír kardínálar komu strax á vettvang og skoðuðu staðinn. 1 hvelfing- unni var fólginn mannhæðar hár kross úr gulli. Erfikenningin sagði, að Konstantín keisari og móðir hans, Helena, hefði látið hann á gröf Péturs árið 326. — Sprung- unni var lokað aftur þegar í stað í návist páfa. öruggan grundvöll þurfti að leggja und- ir stóra súlnaþakið, sem átti að hvelfast yfir legstaðnum samkvæmt hinum nýju áætlunum. 1 júní 1626 rannsakaði Bernini undirstöðuna og rakst þá á leifar manna- beina — konstantínska basilíkan hafði í sér fólgnar margar grafir. Almenningur fékk þó ekkert að vita um það. En í skjala- safni Vatikansins var til frásögn af þess- um fundum, rituð af mikilli samvizku- semi, skráð af Urbaldi nokkrum, sem þá var kórsbróðir við St. Péturskirkjuna. — Prófessor Armellini fann hana 1891. 1 þessari frásögn stendur meðal annars: „Þeir tóku að grafa fyrir grundvellinum undir annarri súlunni fyrir framan con- fessio. Þeir höfðu ekki grafið niður öllu meira en einn metra, þegar þeir rákust öðr- um megin á stóra kistu úr marmarahell- um. Þegar þeir slógu annað endastykkið úr, fundu þeir, sér til undrunar, að í henni var aska með mörgum beinum. Þau voru hvert innan um annað og öll hálfbrunnin. Þessi mannabein rifjuðu upp hinn fræga eldsvoða á tímum Nerós, þrem árum fyrir píslarvættisdauða Péturs, þegar kristnir menn voru ákærðir fyrir íkvekju og liðu píslarvættisdauða í hringleikahúsi Nerós. Tvær aðrar kistur voru loklausar, og tveir líkamir voru í hvorri þeirra. Þeir lágu með höfuðið í áttina að altarinu. Þeir voru klæddir skósíðum skikkjum, dökkum, nær því svörtum af elli, og voru reifaðir bönd- um eins og börn. Líkamirnir höfðu verið lagðir hlið við hlið með mikilli vandvirkni. En bæði þessir og allir hinir í kistunum urðu að dufti, jafnskjótt og snert var við þeim eða breytt. Ekkert stóðst jafnvel léttustu snertingu nema fáeinir vefnaðar- bútar.“ Lauslegur uppdráttur af þessum fundi sýndi greinilega, að kisturnar lágu allar heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.