Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 8
Uppgröftur undir Péturskirkjunni. Merkasti fundur biblíulegrar fornleifafræði. Víðtækar undirbúningsrannsóknir höfðu þegar fyrirfram sannfært forstjóra hinnar páfalegu stofnunar til kristinna fornleifa- rannsókna, að leitin að legstað Péturs yrði að fara fram í grundvallarhæð konstant- ínsku basilíkunnar. Uppgröfturinn sýndi einnig, að þetta var rétt. Hinir páfalegu „sampietrini" (iðnaðarmenn Vatikansins) höfðu ekki unnið lengi með rekum og hök- um, áður en eldgamall, leyndardómsfullur heimur kom í ljós. — Péturskirkjan var byggð ofan á stórum kirkjugarði frá fyrstu öld kristninnar. Stór greftrunarstaður kom í ljós, metra eftir metra. Ekki var unnt að nota vélar við þetta starf, þær mundu ekki aðeins eyðileggja það, sem fyndist, heldur gætu þær einnig orðið hættulegar undirstöðum kirkjunnar. Rúmgóðar leg- hallir og skrautlegar öskukrukkur geymdu jarðneskar leifar heiðinna Rómverja. — Seinna voru einnig kristnir menn jarð- settir þarna. Mósaikskreytingar frá fyrstu tímum kristninnar, sem fundust, eru frá 3. öld og eru því eldri en allar aðrar, sem kunnar eru. Einnig fundust skrautlegar steinlíkkistur frá seinni tímum kristn- innar. Mög athyglisvert var að sjá, hve erfitt undirbúningsstarf hafði orðið að vinna til þess að koma hinum mikla grunnfleti hinn- ar miklu fimm-skipa basilíku í sömu hæð og gröf Péturs. Þessi krafa hafði knúið byggingarmeistarann til þess að koma upp stórum stuðningsveggjum, þar sem halli var í landslaginu. Enda var kirkjan byggð á Vatikanshæðinni. Jafna varð nokkurn hluta hæðarinnar, á öðrum stöðum varð að fylla upp. Þar sem bannað var með lögum að eyðileggja grafirnar, var þakið tekið af mörgum grafhvelfingum og þær fylltar mold. Engin merki fundust um gömlu hringleikjahúsveggina, en grafar- minnismerki um Rómverja einn, gaf mjög nákvæmlega til kynna, hvar þeir höfðu verið. Áletrunin á minnismerkinu gefur nefnilega til kynna hinztu ósk Rómverj- ans — hann vildi hvíla fast upp við hring- leikahúsið. Því lengra sem starfinu miðaði áfram, þeim mun augljósara varð það, að öll þessi mikla bygging hafði verið miðuð við ákveð- inn punkt beint undir höfuðaltarinu. Og nú var starfinu beint að þessum miðpunkti. Sjö metrum undir gólfi Péturskirkjunn- ar, beint undir höfuðaltarinu, var komið niður á grafhvelfingu. Herbergið líktist litlu leghöllunum, sem eru kunnar af öðr- um rómverskum grafhýsum, en þessi er skreytt með kristnum mósaikmyndum. Ein þeirra sýnir fiskimann með öngul (Pétur), önnur Góða hirðinn, sú þriðja Jónas í gini stórfisksins. Á gólfinu og veggjunum hafa pílagrím- ar frá 1. og 2. öld skilið eftir merki sín til endurminningar. Það eru ýmist ótil- höggnar marmaratöflur eða heitspjöld með áletrunum, svo sem: „Heilagur Pétur, bið þú fyrir oss“, eða „Pétur, bið þú fyrir oss í neyð vorri“. Slegnir peningar frá Germaníu, Gallíu, Dónárlöndum, slavnesku Austurlöndum, Bi'etlandi og Alpalöndun- um liggja tvístraðir um allt — auðsjáan- lega gjafir helgaðar legstaðnum. Loks uppgötvuðu vísindamennirnir súlu í múrvegg einum, sem var auðsjáanlega byggður síðar. Yfir gröf postulans, í brekk- unni á Vatíkanhæðinni á að hafa staðið ,,sigurmerki“ (trofeum). Þessi súla hlýtur að vera leifar af þvá. Daginn, sem gröf Péturs kom í ljós, lok- uðu varðmennirnir hliðum Péturskirkj- unnar, og Píus XII. fór niður í grafhvelf- inguna til þess að skoða merkasta fund- inn í sögu kristinnar fornleifafræði. Eftir margar rækilegar rannsóknir var allur vafi útilokaður. öll smáatriði í sam- bandi við uppgröftinn, allar stoðir undir tímasetningunni voru svo dregnar saman í skýrslu um fundinn, „Esplorazione sotto la Confessione de San Pietro in Vaticano", sem var prentuð í takmörkuðu upplagi, 1500 eintökum. Og þá fyrst, er fremstu sérfræðingar í heiminum höfðu farið yfh' og metið frásögnina, var almenningur lát- inn vita um fundinn. I skýrslu Vatikansins er ekkert minnzt á krukku úr brenndum leir, sem fannst í grafarklefanum. 1 henni voru leifar af 228 heimilisblaðið

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.