Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 17
Auðlegð þess óalgenga Tómstunaagaman milljónamæringa er að safna sjaldgæfum munum, og með söfnun sinni á torgætustu myndum, frí- merkjum, bókum, gimsteinum og ýmsu öðru hafa þeir komið verðlagi þvílíkra muna til að stíga, þannig að þeir sem ekki eru eins loðnir um iófana eiga örðugt með að fylgja þeim í samkeppninni. Dýrasta málverkið? Það er ekki Mona Lísa, né heldur hin sixtínska maddonna Rafaels, heldur önnur mynd eftir Rafael, svokölluð Madonna Alba. Það hangir í National Gallery í Washington og er að sjálfsögðu verðmætasti hlutur þess safns. Andrew Mellon, sem eitt sinn var fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, keypti myndina fyrir ekki minna en 50,740,000 krónur, hæsta verð sem hingað til hefur verið goldið fyrir eitt málverk. Flestir hafa heyrt eða lesið um hið fræga Mauritius-frímerki. En verðmætasta frímerki heims er 1 Cent British Guayana. Það er frá árinu 1856 og er ekki til nema í einu eintaki, að því er talið er. Eftir fyrri heimsstyrjöld skaut því upp á uppboði í póstsafninu í Berlín. Helztu frímerkjasafn- endur heims, eða umboðsmenn þeirra, sátu í uppboðssalnum, og boðin hækkuðu brátt upp úr öllu valdi. Að lokum stóð bardag- inn milli þriggja manna, sem allir áttu peninga eins og sand: Georgs V. Englands- konungs, bandaríska tóbakskóngsins Bur- ros og landa hans, frímerkjasafnarans Hinds. Með 1,290,000 króna tilboði taldi Georg V. sér sigurinn vísan, en Hinds bauð þá 1,591,000 krónur, og hafði litla pappírs- snepilinn með sér yfir Atlantshafið. Að Hinds látnum seldi ekkja hans frímerkið fyrir 1,935,000 krónur. Er Gútenbergs-biblían verðmætasta bók í heimi? Nei! Er það kannski útgáfan af harmleikjum Shakespeares með áritun höf- undarins? Fjarri fer því! Það hefðarsæti fyllir gömul sálmabók frá árinu 1457, en af henni eru til aðeins tvö eintök — annað í Landsbókasafni Austurríkis, hitt í Man- chester. Bókin er minnst metin á 21,500,000 króna. Hin dapurlega saga Hope-demantsins hefur oft og iðulega verið rakin. Eðalsteinn þessi virðist hafa valdið hinum ýmsu eig- endum sínum ógæfu öðru fremur. Hann vegur 44,5 karöt og er upprunninn frá Indlandi. Hin ógæfusama drottning Fi’akka, María Antoinette, bar þennan stein á göngu sinni upp að fallöxinni. Eftir það hvarf steinninn og var lengi álitinn tröllum gefinn, unz honum skaut upp í fórum ensks bankamanns, Hope að nafni. En hann lét hann ekki lengi liggja í eld- tryggu hólfi sínu, heldur varð hann brátt til skrauts á bandarísku leikkonunni Yohe, en hún giftist syni Hopes. Ógæfudemant þessi var innanborðs á fyrstu og síðustu siglingu risaskipsins Titanic, en bjargaðist þó, og er nú í eigu bandarisks gimsteina- sala, Winstons að nafni. Um þann auðuga mann er sagt, að hvað gimsteinaauðlegð snertir komi hann næstur á eftir brezku krúnunni. Winston keypti Hope-demantinn ásamt öðrum dýrmætum eðalsteini, Stjörnu Austursins, sem vegur 100 karöt. Saman- lagt verð: 64,500,000 krónur! Einhver verðmætasti gripur í heimi er hinn frægi Antiokia-bikar úr drifnu silfri og ríkulega skreyttur demöntum. Hann stendur nú á Metropolitan-safninu í New York og er sagður frá tímabilinu 1—600 e. Kr. Ýmsir halda því jafnvel fram, að bikar þessi sé sá hinn sami og notaður var við hina fyrstu kvöldmáltíð. Verðmæti hans er sagt jafngilda 43 milljónum króna. Hins vegar ætlar safnið sér ekki að selja hann, þótt einhvern, sem les þessar línur kunni að langa til að bjóða í hann. Hver skyldi trúa því, að gamall byssu- hólkur geti verið 129,000 kr. virði? Það verð var þó goldið fyrir byssu af svokall- aðri ,,Winchester“-gerð. Agragantum- silfurmyntin frá Aþenu kostar ,,aðeins“ heimilisblaðið 237

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.