Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 24
Hún leit á hann.
„Fannst þér eitthvað öðruvísi í gær?“
Hann kinkaði kolli hægt. „Já. Ég veit
varla sjálfur, hvers vegna. Ég þráði hana,
ég vildi fá hana aftur, — en bara ekki nógu
heitt til þess að vilja fórna öllu fyrir hana.
Ekki nógu heitt til þess að víkja öllu öðru
til hliðar, sjálfsvirðingu minni, eða því sem
er öllu mikilvægara fyrir mig--------þér,
Margie.“
Hún svaraði engu, en greikkaði örlítið
sporið.
Hann þrýsti hönd hennar fastar.
„Ég held ég sé að endurheimta vitglór-
una. Ég er farinn að sjá, hvers virði Kitt-
en er — og hvers virði þú ert. Enda þótt
ég hafi reyndar alltaf vitað innst inni,
hversu mikils virði þú ert og hefur alltaf
verið, Margie.“
Þegar þau höfðu snætt saman nestið,
héldu þau aftur af stað, í þetta sinn áleiðis
til Sturton.
„Ég býst við, að Kitten hætti við að
blanda þér inn í málið,“ sagði hann, er þau
höfðu numið staðar á hæðarhrygg og litu
niður yfir dalinn þar sem Sturton lá í botn-
inum. Það var þegar tekið að kveikja fyrstu
ljósin í áfallandi rökkrinu. „Og ef hún
hættir við það, er heldur ekkert því til
fyrirstöðu, að við getum hitzt, jafnvel oft.
Þú getur komið til London, og ég get kom-
ið oftar hingað til Sturton en ég hef gert.“
Hann brosti við, örlítið ertnislega. — „Að
minnsta kosti mun það gleðja ömmu gömlu
að sjá mig.“
„Mig líka, svo sannarlega," svaraði Mar-
gie í einlægni.
Hann sneri sér að henni og greip um
báðar hendur hennar.
„Þú ert sannkallaður engill,“ sagði hann.
„Hamingjan góða, hvílíkur asni ég hef ver-
ið. Ég —“ Svo þagnaði hann. „Komdu, við
skulum halda áfram.“
Hönd í hönd, eins og börn, tóku þau
hlaupandi á rás niður brekkuna, rétt eins
og þau höfðu svo oft gert þegar þau voru
lítil. Þá hafði hann verið vanur að reka
sig í þetta, og Margie myndi einnig hafa
gert það í þetta sinn, ef hann hefði ekki
haldið jafn örugglega í hönd hennar og
hann gerði. Hlæjandi og lafmóð komu
þau niður í dalbotninn og heim til Stur-
ton.
Þegar þau réttu hvort öðru höndina í
kveðjuskyni, tóku þau allt í einu eftir því,
að bill Dans stóð utan við hliðið hjá frú
Roland. Margie þekkti hann óðara.
„Þetta — þetta er bíllinn hans Dans,“
sagði hún. „Hann hlýtur að vera kominn
hingað til að tala við þig, Clive.“
Hann virti hana fyrir sér rannsakandi.
Það hafði verið einhver eftirvæntingartónn
í rödd hennar, sem hann hafði ekki komizt
hjá að heyra.
„Þú hefur þó ekki í hyggju að taka við
honum aftur, ef hann — jafnvel þótt hann
bæði þig fyrirgefningar?" spurði hann.
„Nei.“
En sjálf var Margie ekki eins ákveðin
og svar hennar gaf til kynna. Og hún ótt-
aðist það sjálf. Allt í einu fannst henni
mjög ólíklegt, að Dan myndi heimsækja
hana; og ef hún hefði þá ekki kjark til
að hrinda honum frá sér, biðu hennar ef
til vill ný vonbrigði og auknar sorgir.
„Nei!“ endurtók hún ákveðnari en fyrr.
En samstundis var henni ljóst, að ekkert í
heimi er eins erfitt og að hafa stjórn á því
viðkvæma liffæri sem nefnist mannlegt
hjarta.
Strax þegar Clive kom inn, tjáði vinnu-
stúlkan honum, að hr. Leston biði hans í
dagstofunni.
Jafnvel á meðan hann og Kitten höfðu
verið sem beztir vinir, hafði Clive aldrei
fallið Dan sérlega vel í geð; og þegar þeir
hittust í þetta sinn, var greinilegt að hvor-
ugum leið vel í návist hins.
„Sæll vertu, Dan,“ sagði Clive. „Það var
fallega gert af þér að líta inn. Það er orðið
langt síðan við höfum sézt.“
„Já,“ samsinnti Dan.
Svo varð þögn.
„Kitten bað mig að koma hingað og tala
vig sig,“ sagði svo Dan.
Clive kinkaði hægt kolli. „Ég þykist vita,
að það hafi verið vegna skilnaðarins, sem
hún vildi tala við þig.“
„Það var varðandi Margie,“ svaraði Dan
hásum rómi. Svo ræskti hann sig. „Heyrðu
244
HEIMILISBLAÐIÐ