Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 31
kostur var á. Þér hegðuðuð yður eins og heimskt barn, þegar þér rukuð burt. ör- lítil heilbrigð skynsemi eða snefill af lífs- reynslu hefði getað sagt yður það.“ Orð hans hæfðu hana eins og svipuhögg. Hún vissi, að hann hafði rétt fyrir sér. Það var barnalegt af henni að stinga af. En það gerði hana grama að heyra hann segja það. „Þér þurftuð þó ekki að segja upp yfir alla, að við værum trúlofuð,“ sagði hún. „Ég varð æf af reiði. Auðsjáanlega haldið þér-------“ og röddin varð æ hvassari — „að þér hafið komið fjarska riddaralega fram í tilraun yðar til að bjarga nafni mínu og æru, en mér fannst þetta bein- línis frekjulegt af yður og montið. Og ef þér skylduð halda, að ég sé yður þakklát fyrir vikið, þá vil ég vekja athygli yðar á því, að þér hafið á röngu að standa. Ég er yður ekki hið minnsta þakklát." „Kannski vilduð þér heldur, að fólk áliti Kitten hafa á réttu að standa?“ spurði hann hinn rólegasti. Litlaust andlit hennar roðnaði skyndi- lega. Hún þagði við andartak, en svaraði síðan og reyndi hvað hún gat til þess að hafa vald yfir rödd sinni: „Já, ég vildi heldur, að fólk áliti það. Stundum kýs maður nefniiega heldur að sjá hlutina eins og þeir eru, hversu óþægilegir sem þeir kunna að vera, — fram yfir það að finn- ast maður standa í þakklætisskuld við ein- hvern sem — sem —“ Röddin brást henni alveg. Hann gekk til hennar. Hann var svo nálægt henni, að hann hefði getað snert við henni, en þótt hann væri búinn að rétta höndina í áttina til hennar, lét hann hana aftur falla máttlausa. „Þér eigið við, að þér mynduð ekki geta afborið það að finnast þér standa í þakk- lætisskuld við mig?“ sagði hann rólega. „En þér megið ekki taka þetta á þennan hátt, Margie. Ég mun ætíð vilja geta gert yður greiða, og það með glöðu geði. Hvað gerir til þótt fólk haldi, að við séum trú- lofuð? Þér hafið þó alltaf rétt til að slíta trúlofuninni hvenær sem yður sýnist." „Og ef ég skyldi nú vilja slíta henni þegar í stað?“ spurði hún illgirnislega. „Þá myndi ég segja, að það væri óvitur- legt af yður,“ svaraði hann stuttur í spuna. „Þér eigið heima í litlu þorpi þar sem fólk er þröngsýnt og hefur allt of mikinn áhuga á einkamálum hvers annars. Þó að yðar eigið mannorð skipti yður máske engu, verðið þér að taka tillit til föður yðar. Ef þér viljið fara að mínum ráðum, þá látið þér sem trúlofunin sé í fullu gildi fyrst um sinn. Ég heiti því að færa mér það ekki í nyt á nokkurn hátt.“ Enda þótt hann væri rólegur á ytra borði, var hann enn nokkuð uppnæmur gagnvart henni. Hún hafði hegðað sér óleyfilega heimskulega með því að hlaupa á brott af dansieiknum strax, er hann hafði lýst því yfir, að þau væru trúlofuð. En þetta var nú afleiðing þess að leyfa sér að verða ástfanginn af jafn ungri og óreyndri stúlku. Maður átti að halla sér að heims- konum, sem höfðu vit á að bregðast rétti- lega við erfiðum kringumstæðum og fóru ekki að beygja af út af hverju sem var. En þar sem hann sá hana hvar hún sat í fábrotnum kjólnum og með undarlega vonlaus svipbrigði, langaði hann — þrátt fyrir alla gremju sína — til að ganga nær henni og taka hana í faðm sinn. „Það sem við þurfum fyrst og fremst að hugsa um er það, hvað við eigum að grípa til bragðs í allra nánustu framtíð," sagði hann með rödd sem hann varð að gera harðneskjulegri til þess að bæla hjá sér þá löngun, sem var í þann veg að ná tökum á honum. „Að líkindum eruð þér ekki mjög fús til að fara að mínum ráð- um eins og komið er, en allavega leyfi ég mér að fara fram á það, að þér komið aftur með mér á dansleikinn — það verð- ur áreiðanlega dansað lengi enn — og þá verðið þér að reyna að haga yður ekki aðeins eins og trúlofunin væri staðreynd, heldur einnig eins og þér væruð hæst- ánægð með hana. Að sjálfsögðu verður margt skrafað, — en þetta er þó bezta að- ferðin til að brjóta á bak aftur allan kjafta- gang.“ „En kjóllinn minn — sjáið hvernig ég hef rifið hann,“ sagði hún tvílráð og virti fyrir sér langa rifuna í þunnu silkinu. heimilisblaðið 251

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.