Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 18
2,150,000 krónur. Einnig má nefna bíl Dureyas-bræðranna, smíðaðan 1893, en hann er nú helzti gripur á safni Smit- sonian-stofnunarinnar. Um notagildi hans eru að visu skiptar skoðanir, sömuleiðis um verðgildi hans — ýmsir nefna 4,300,000 krónur, aðrir 43,000,000. Háskóli einn á írlandi á handrit, 700 ríkulega mynd- skreyttar síður, sem metið er á kringum 43,000,000 krónur. Frægasta og dýrmætasta fiðlan heitir „Messias-Stradivari“ og fyrirfinnst á safni í Oxford. Þótt hún sé orðin nær þrjú hundr- uð ára gömul, hefur aldrei verið spilað á hana. Verðmæti hennar er metið til 8,600,- 000 króna. Stradivarius smíðaði margar fiðlur og mun ódýrari. Þér gætuð fengið ,,ódýrari“ fiðiur eftir hann — fyrir 258,- 000! Sendibréf geta stundum komizt í mikið verð. Frá bandaríska dómaranum Lynch stafar ekki einungis sögnin „to lynch“ (að lífláta án dóms og laga), heldur einnig eitt sendibréf — hið eina, sem vitað er um frá hans hendi. Vilji maður kaupa það, eða annað bréf eftir sjálfan Columbus, þarf maður að geta séð af 8,600,000 krón- um. Fyrir skrifborð eitt í Pompadour-stíl borgaði safnari nokkur 4,300,000 krónur. Það var smíðað af Savery einhverjum, árið 1780, og er — líkt og Antiokia-bikarinn — á Metropolitan-safninu í New York. Edison hefði áreiðanlega ekki trúað því, þótt honum hefði verið sagt það, að litla kjaftamaskínan sem hann setti saman og nefndi phonograph, yrði einhvern tímann metin á 43,000,000 krónur. En að líkum lætur — hún var sú fyrsta og aleinasta sinnar tegundar. Þyngsta perla heims fannst í Persaflóa og vegur 606 karöt. Verðmæti: 3,010,000 krónur. Enn dýrari eru þó konsertflyglar tveir, sem Steinway-verksmiðjurnar smíð- uðu úr gulli og fílabeini einvörðungu. Hið heimsþekkta fyrirtæki var ósinkt og sendi báða flyglana að gjöf til Hvíta hússins í Washington. Varla má ætla, að Johnson forseti láti vini sína frá Texas trampa á þeim meira en góðu hófi gegnir. Á Gare St. Lazare, brautar- stöðinni i París, er þessi sjálfs- afgreiðslurakvél. Ef stungið er einum franka í hana fer rafstraumurinn í samband. — Eftir notkun hreinsar (sterili- serar) hún sig sjálf. Stúlkan heitir Anna Wilton og er vatnsskiðadrottning Eng- lands. Hún er 26 ára og vinn- ur á auglýsingaskrifstofu í Richmond-borg. Þessi svissneska klukka er fyrsta klukkan, sem notar sólarorku sem aflgjafa. — 1 sökklinum er komið fyrir ljós- myndaeiningum, sem breyta Ijósorkunni í rafstraum, sem leiddur er í lítinn rafmótor, sem svo snýr klukkunni. 238 HEIMILISBLAÐIÐ ji

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.