Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 12
hann, „allt frá regnkápum og upp í vasa- klúta.“ „Ég fer að halda það, — enda er yður það áreiðanlega minnisstætt,“ svaraði ég æf af illsku. „Hvernig ætti ég að geta gleymt því? Það er ekki svo margt, sem drífur á dag- ana hjá mér. Síðast sem eitthvað kom minnisstætt fyrir mig, var í sirkus fyrir tveim árum. Annars er það víst nokkuð erfitt þetta bólusetningarstarf, sem þér hafið tekið að yður. Finnst yður ekki held- ur, að þér ættuð að láta það eiga sig?“ „Finnst yður ekki, að þér ættuð að hugsa um sjálfan yður?“ hreytti ég í hann á móti. „Eftir hverju eruð þér að bíða? Af hverju haldið þér ekki leiðar yðar? Við þurfum ekki hið minnsta á yður að halda hér!“ „Jú, Canfield þarfnast mín,“ svaraði hann ofur rólega. „Hann þarf á þvi að halda, að ég kaupi kálfana hans. Allavega hefur hann gert boð eftir mér.“ „Hver er hann þessi viðbjóðslegi mað- ur?“ spurði ég Shep, þegar kúrekinn loks var horfinn úr augsýn. „Vitið þér það ekki?“ Shep leit á mig undrunaraugum. „Þetta er Jack Bryant, ríkasti nautgripaeigandinn i héraðinu. Hann hefur tvisvar verið kosinn á fylkis- þingið fyrir fólkið hér. Hann er mótfram- bjóðandi Hemingways Murphys við kosn- ingarnar í næstu viku.“ Þessar upplýsingar gáfu mér þá hug- mynd að reyna að koma fram hefndum á þessum viðurstyggilega náunga, sem glápt hafði á mig lítilsvirðandi sínum Ijósbláu, djúpu augum. Ég hef aldrei getað þolað djúp, Ijósblá augu. Strax sama kvöld vatt ég mér út í kosn- ingabaráttuna, sem þegar var komin á há- stig. Ég ók út um allt í fylgd Murphys, frá einum kosningafundinum á annan og gerði allt sem ég gat til að styðja framboð Murphys; ég reyndi að sannfæra fólk um, að það ætti ekki að senda á þing jafn ógeðslega persónu og Jack þennan Bry- ant.------ Kvöldið fyrir kosningadaginn var ég ásamt Murphy á leið á kosningafund, sem halda átti í félagsheimili sveitarinnar. Það var um að gera, að verða fyrri á staðinn, áður en andstæðingurinn gæti tekið hús- næðið á leigu. Við vorum komin langleið- ina, þegar sjö—átta ára gamall drengur hljóp út á veginn og gaf okkur stöðvun- ar merki með því að veifa höndunum allt hvað af tók. Við námum staðar, svo að söng í bremsunum. „Ungfrú — ungfrú“ hrópaði hann. — „Getið þér ekki komið og aðstoðað okkur? Það er barn heima, sem hefur drukkið flugnaeitur!" „Flýttu þér!“ svaraði ég, „og sæktu lækninn!" „Pabbi og mamma eru ekki heima. Þau fóru að heiman í'yrir tveim klukkustund- um, og þau eru hvergi í nágrenninu." „En hvers vegna hringið þið ekki?“ „Síminn hjá okkur er bilaður, og það er enginn heima nema ég og hún Mary vinnu- kona.“ „Það er sími hjá Anker bónda,“ sagði þá Murphy við mig. „Væri ekki bezt að þér yrðuð hér eftir og sæjuð hvað þér gætuð gert fyrir barnið, á meðan ég ek niður eftir og hringi í lækninn.“ 1 innilegri von um að geta eitthvað gert fyrir barnið, flýtti ég mér gegnum garðinn og upp að húsinu, með drenginn á hælun- um. Ég hitti Mary þá sem áður um getur, skapilla, taugaóstyrka stúlku, sautján ára gamla, sem óð um allt með barnið í fang- inu og þrýsti því að óhreinum bómullar- kjólnum. Barnið virtist hið rólegasta, ef tillit er tekið til þess, að það hafði fyrir skömmu ætlað að fremja sjálfsmorð, óafvit- andi að vísu. „Hann gleypti þetta áður en mér tókst að þrífa það af honum,“ volaði stúlkukind- in. „Ég rétt sneri við honum baki, og þegar ég leit við var hann að þamba flugnaeitr- ið.“ Hún saug upp í nefið og kyssti dreng- inn á hálsinn með miklum ekka. Ég tók við barninu, skoðaði augu þess og tungu og þreifaði á púlsinum. „Velgið mjólk,“ sagði ég skipandi, „og kveikið upp í ofninum þeim ama. Er til nokkur olía í húsinu?" Ég svipaðist um í þessari kyrrlátu dagstofu, sem innan stund- ar myndi verða vettvangur mikils harm- 232 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.