Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 4
í borginni, en skundaði á vettvang og lagði
allt kapp á, að eldurinn yrði slökktur. Það
var ekki auðvelt viðureignar, og Neró leit-
aði að einhverjum, sem hann gæti skellt
skuldinni á, til þess að beina reiði fólks-
ins frá sjálfum sér. Kristnir menn urðu
fyrir valinu, „manntegund með nýja og
skaðlega hjátrú“, eins og Svetonius ritar,
sértrúarflokkur, sem fólk bar á alls konar
sakir, bæði af fáfræði og útlendingshatri.
Nú verður veðhlaupabraut Caligúlu vett-
vangur ægilegra atburða. Kristnir menn
eru pyntaðir úti á leiksviðinu, tjöru er hellt
yfir heila hópa af trúuðum mönnum og
síðan kveikt í þeim eins og kyndlum. Eða
þeir eru krossfestir. Það síðarnefnda varð
hlutskipti Péturs.
Hæðin Vaticanus. — Kirkjugarður-
inn við Via Cornelia. — Konstantín
keisari byggir kirkju.
Samkvæmt rómverskum lögum á að af-
henda líkama líflátins manns ættingjum
hans. Þegar sömu nóttina, sem Pétur var
krossfestur, tóku áhangendur hans líkama
hans í sína vörzlu. Hann var fluttur með
leynd til greftrunarstaðar fyrir heiðingja
við Via Cornelia á bak við veðhlaupa-
brautina. Þessi heiðni kirkjugarður var á
,,Vatikanhæðinni“. Latneska orðið ,,vates“
þýðir spámaður, spásagnamaður. Etrúsk-
ar höfðu véfrétt í fornöld á þessum stað.
Þarna var Pétur grafinn meðal margra
annarra. Fyrsta sigurmerkið á gröf post-
ulans var byggt af St. Analectus. Hann
hafði verið vígður til prests af Pétri og
varð þriðji biskup Rómaborgar. Hver sem
gekk framhjá, gat séð sigurmerki Péturs
uppi á hæðinni. „Farðu til Vatikanhæðar-
innar og út eftir Ostiaveginum, og þú munt
sjá sigurmerkin yfir þeim mönnum, sem
stofnuðu kirkjuna í Róm“, skrifar prest-
urinn Gajus á 3. öld.
Þó að það væri alls ekki hættulaust fyrir
kristna menn, ef komið væri að þeim þar
út frá, vöidu þeir samt frá fyrstu stundu
gröf postulans sem samkomustað. 1 skjöl-
unum viðvíkjandi St. Sebastian er þess
getið, að þarna hafi hin heilaga Zoe verið
handtekin og flutt burt til pyntingar. —
Seinna komu pílagrímar með leynd frá
útlöndum til Rómaborgar, árið 269 kom
Péturskirkjan á Vatican-hœSinni,
224
heimilisblaðið