Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 37

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 37
Það er komið jólakvöld. I öllu annríkinu fyrir hátíðina hafa bangsarnir alveg gleymt að kaupa sér jólatré og nú er það orðið of seint. „Hvað heldurðu að hin dýrin hugsi, þegar við höfum ekkert jólatré fyrir þau, eins og við erum vanir", muldrar Kalli daufur í dálkinn. „Þ-þau ve-verða mjög vonsvikin", þrumar Palli með grátstafinn í kverkunum. Það lifnar þó heldur yfir þeim, þegar þeir finna nóg af jólakertum uppi á háalofti. Þeir flýta sér niður og opna fyrir dýrunum, sem þeg- ar biðu við dyrnar. Nú fá þau öll kerti. Siðan er kveikt á þeim, svo að þau reka vetrarmyrkrið á brott. Þá hefja dýrin upp raddir sínar og gömlu jólalögin hljóma á meðan jólasnjórinn fellur mjúklega til jarðar úti fyrir. Úff, en sá kuldi. líti er snjór og ís yfir öllu, en sem betur fer er hlýtt og notalegt í stofunni þeirra Kalla og Palla. Öll smádýrin hafa fengið leyfi til að koma inn til þeirra og nú sitja þau og hafa það notalegt. En ekki var rúm fyrir filinn, tígrisdýrið og gíraffann. — Þau verða að standa úti og frjósa í vetrarkuldanum. „Hvað getum við gert til að hjálpa þeirn?" spyr Palli. Og Kalli finnur ráð við þessu. „Við látum stóra málverkið, sem ég málaði af sólinni í sumar, þegar heitast var, út til þeirra", segir hann. Og nú sitja fillinn, tigrisdýrið og gíraffinn og horfa á málverkið af heitri sóiinni og um leið færir Palli þeim fulla fötu af kamillute, sem þau geta skipt á milli sín.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.