Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 15
Pepicék Novy segir frá trúlofun systui* si IIII «11* Smásaga eftir Jaroslav Hasek. Faðir minn er opinber embættismaður af heldra tæinu og heitir Nový. Systir mín heitir Matylda. Hún er líka gift embættis- manni ríkisins. Hann heitir Handzlag. — 1 fyrstu var systir mín með stjórnarráðs- starfsmanni. Faðir minn barðist fyrir því, að hann yrði hækkaður í tign. Þegar það hafði verið gert, grétu móðir mín og Ma- tylda, af því að þá hætti hann að vera með Matyldu. Þvi næst kom menntaskóla- kennari til okkar. Hann pataði ákaft. Og aðra hvora setningu hóf hann með því að segja: „Strangt tekið ---“. Einu sinni kom hann með knattlíkan til mín. Þegar hann svo síðar hætti að koma til okkar, lét hann sækja það. — Eftir að mennta- skólakennarinn var frá, var Matylda með verkfræðingi úr landsnefndinni. Hann hafði þann sið að rífast stöðugt, og við- kvæði hans var: „Hagur landsins krefst þess“. Matyldu þótti mjög vænt um hann, og hún grét daglangt, þegar faðir okkar kast- aði honum einu sinni á dyr, af því að verkfræðingurinn vildi, að peningarnir héldist í landinu, en væru ekki sendir til Vinarborgar. — Næst kom faðir minn með starfsmann embættis síns. Hann var afar- kyrrlátur. Við hann talaði hann oft fram á nótt um embættismálefni. Matylda sat við sauma sína í nánd. Faðir minn og mað- urinn ræddu um stjórnmál, og drukku vatn. — Matyldu féll þessi kyrrláti maður mjög vel. Þá kom í Ijós, að þessi kyrrláti mað- ur átti einhvers staðar á Mæri þrjú börn. Upp frá því hætti hann að koma, og faðir minn sagði aðeins, að hann hefði verið fluttur til. I hálft ár kom enginn til okkar. Ma- tylda var með liðsforingja, en lét engan vita af þvi heima. — En einn góðan veður- dag komst pabbi að leyndarmálinu — og ávítaði hana þunglega. Hún roðnaði hvað eftir annað. Svo grétum við öll, þegar pabbi sagði allt í einu: „Þvílík skömm! — Þvílík skömm!“ — Strax næsta dag kom pabbi með magran mann, og það var ein- mitt þessi Handzlag. — Þegar hann fór, sagði pabbi, að þetta væri mjög gáfaður maður. Við hvert orð sagði hann: „Ég kyssi hönd yðar, frú“. Og við pabba sagði hann: „Yðar hávelborinheit, herra ráðu- neytisstjóri". — Pabbi er nefnilega yfir- maður hans. — Tveim dögum síðar kom hann aftur, og var jafn kurteis. Hann sagði í sífellu: „Með leyfi“ og „Náðuga frú“, og hann kyssti hönd móður minnar. Hann var iíka hjá okkur til kveldmatar. Við öllu, sem faðir minn sagði, kinkaði hann kolli. Hvern bita gleypti hann virðingarfyllst, tuggði hægt og vandlega, og sagði um leið: „Með leyfi, þetta er ágætt“. Hann sagði líka: „Eins og þér skipið, herra yfirmaður“. Þegar hann var farinn, var ég rekinn í rúmið, og í borðstofunni var haldið fjöl- skylduþing. Ég hleraði við dyrnar, eins og ég geri alltaf, og þá heyrði ég að pabbi sagði: „Þú tekur honum vegna föðurvalds- skipunar minnar, og hann kvænist þér af því að hann er skyldurækinn embættis- maður“. Þá heyrði ég, að Matylda sagði, að hann væri bjáni. Mamma andvarpaði og sagði, að Matyldu þyrfti ekki að þykja vænt um hann fyrir brúðkaupið. Henni hefði ekki þótt mikið tii manns síns koma, þegar hún var ung stúika. Það hefði ekki orðið fyrr en fimm árum eftir giftinguna. En Matylda megi ekki láta þetta fífl vita, að hann sé bjáni, og að hún elski hann ekki. Matylda kveinaði, og sagðist heldur fara sem ógift móðir á fæðingarheimilið en giftast manni, sem hún elskaði ekki. En móðir hennar taldi hana af því, þar sem engin leynideild væri framar til þar. — Þá lofaði faðir hennar, að hann skyldi heimilisblaðið 235

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.