Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 25
mig, Clive. Ég er kominn til að spyrja þig umbúðalausrar spurningar, og ég vænti þess, að þú gefir mér opið og undandráttar- laust svar. Hafði Kitten nokkra ástæðu til að ásaka Margie fyrir eitt eða annað?“ ,,Ef það hefur nokkra þýðingu fyrir þig að vita það úr því sem komið er, get ég vel sagt þér, að á milii mín og Margiear hefur aldrei verið annað en gagnkvæm vin- átta. Heldurðu raunverulega, að hún myndi nokkru sinni gefa sig að öðru eins og Kitt- en ber henni á brýn? Og heldurðu, að ég myndi gera það?“ „Þú varst ástfanginn af henni einu sinni, og hún af þér,“ mælti Dan uppburðar- lítill. „Já, einu sinni var ég ástfanginn af henni, — en hvort hún var ástfangin af mér, veit ég ekki. Ég veit samt, að hún hafði miklar mætur á mér. Og ég held hún hafi það enn — að minnsta kosti vona ég það, því að framtíðarinnar vegna —“ Hann þagnaði. Dan fór skömmu síðar. Hann var gjör- samlega ringlaður. Hann varð að geta ver- ið einn, til þess að átta sig á öllu saman. En það voru ekki þægilegar hugsanir, sem ásóttu hann, þegar hann ók áleiðis til Birm- ingham. Eða hvers vegna hafði hann trú- að framburði Kittenar í algjörri blindni? Hann hafði verið flón, erkiflón. Og hvað átti hann að gera úr því sem komið var? Heimsækja Margie? Biðja hana um fyrir- gefningu? Hvernig átti hann að geta það, eftir allt sem hann hafði sagt við hana? Var ekki sennilegast, að hún myndi neita að tala við hann? Hann var kominn næstum alla leið til Birmingham, þegar hann sneri bílnum við og ók allt hvað af tók til Sturton. Hann ætlaði sér að ná tali af Margie strax í dag. Hann afbar það ekki að bíða lengur. Nancy vísaði honum inn í bókaherberg- ið. Hún virti hann forvitnislega fyrir sér, en hann var of miður sín og djúpt hugsi til að veita því eftirtekt. TJtlit hans kom henni spánskt fyrir sjónir. Hár hans var í óreiðu, augun blóðhlaupin og andlitið ná- fölt. Það var líkast því sem hann væri sterklega undir áhrifum. „Læknirinn og ungfrú Norman eru ný- setzt að kvöldverðarborði," sagði hún. „Þá megið þér ekki ónáða hana,“ svar- aði hann. „Ég bíð bara, þangað til þau hafa lokið við að borða.“ En Nancy gat ekki stillt sig um að segja allt af létta, þegar hún kom inn í borðstof- una. „Ó, ungfrú Margie,“ stamaði hún. „Herra Lester er kominn, Ég — ég vísaði honum inn í bókastofuna. Ég vona, að ég hafi ekki gert neitt rangt.“ „Lester!“ endurtók Margie. Rödd henn- ar var næstum hás af undrun. Strax þegar stúlkan var gengin út úr borðstofunni, mælti dr. Norman og brosti við: „Það mætti ætla, að pilturinn hefði kom- ið fyrir sig vitinu.“ Svo ýtti hann stól sín- um frá borðinu. „En hvað um það —“ Hann lauk ekki við setninguna. Margie sagði ekki orð. Henni var ekki ljóst, hvernig hún ætti að taka komu Dans. Hún var með ákafan hjartslátt, en hún fann ekki fyrir þeirri ánægju eða gleði sem hún hafði eitt sinn búizt við að finna. Hún varð að taka á, áður en hún opn- aði dyrnar að bókastofunni og gekk inn. Og þá fór henni líkt og Nancy: útlit Dans skaut henni nánast skelk í bringu. „Ó, Margie, hvað það er gott að fá að sjá þig aftur,“ sagði hann hægt og lágt. „Þú hefur ekki hugmynd um, hvað gott það er að fá bara að sjá þig. Ég hef verið óskaplegur asni —“ Röddin brást honum. Hann sneri sér undan, eins og hann ætti bágt með að hafa stjórn á sér. Hún hljóp til og lagði höndina á hand- legg hans. „Dan — ó, Dan, þú mátt ekki!“ „Ég veit ég haga mér eins og blábjáni!" sagði hann æstur. „En ég get ekki ráðið við mig. Ef þú bara hefðir hugmynd um það, Margie, hvernig mér hefur iiðið, síð- an — — það hefur verið sannkallað víti, Margie. Ég mun aidrei geta fyrirgefið sjálf- um mér það sem ég hef gert þér og mér órétt. Og hvernig ætti ég þá að búast við því, að þú fyrirgæfir mér?“ Það varð löng þögn. „Margie. Geturðu ekki — heldurðu ekki, að þú getir fyrirgefið mér?“ heimilisblaðið 245

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.