Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Page 9

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Page 9
han jafn ágætlega. Hann fann fyrir merki- le&u aðdráttarafli þessarar ungu konu og stóð sig að því hvað eftir annað að æskja að hafa tækifæri til að sitja um kyrrt ^iá henni, í stað þess að þurfa að standa UPP og kveðja til þess að fara á fund Feli- city. Sheelu var á hinn bóginn vel kunnugt Urri tengsl hans við hina ofurljóshærðu vmkonu hans. Hún hafði séð þau saman 61 nn daginn, og henni hafði fundizt John allt of góður piltur til þess að umgangast bessa yfirlætisfullu og innantómu stelpu, Sem dró hann með sér á alls kyns ómerki- legar skemmtanir. Sjálfum var John farið að finnast um- £engnin við Felicity nokkuð þreytandi öðr- Urn þræði. .,Verðurðu ekkert þreytt á því að fara Syona úr einum saðnum í annan?“ spurði llann hana einn góðan veðurdag. „Þreytt?“ Hún galopnaði stór og blá augun. „Nei, alls ekki. Ert þú þreyttur a bví að fara út með mér, eða hvað?“ ,.Nei, sussunei," flýtti hann sér að svara. „Á ég að segja þér eitt ...“ Hún hall- aði sér að öxl hans: „Við skulum fara heim 111 Mn eitthvert kvöldið og hafa það virki- lega notalegt.“ Hann var þögull adartak. „Heldurðu .. . heldurðu, að það gæti Vei’ið gaman?“ spurði hann vandræðalega. „Nema hvað, gamaldags litli kjáni,“ sagði hún og hló við glaðlega. „Og hvað æHi að standa í veginum fyrirþví, ljúfling- Ur- Eigum við að ákveða eitthvert sérstakt Hvöld ... ?“ „Já, bara eitthvert kvöld sem hentar Pei',“ svaraði hann eilítið annars hugar. ’’^n þekkirðu enga vinstúlku, sem gam- au væri að hafa með?“ „Nei, ég kæri mig ekkert um slíkt. Ég vern ekki, ef fleiri verða en við tvö,“ sagði Un ákveðin. „Eigum við að segja á föstu- H E I M I L I S B L A Ð I Ð dagskvöldið — þá get ég það helzt.“ Hún var svo áfram um að fá þetta afráðið, að hann samþykkti föstudagskvöldið án nokk- urra mótmæla. Á eftir var hún svo þýð og elskuleg, að hann gleymdi allri tor- tryggni og bakþönkum. Já, sjálfsagt er ég nokkuð gamaldags, hugsaði hann. Hún er svo saklaus að henni finnst ekkert at- hugavert við það að heimsækja karlmann einsömul ... 1 önnum sínum við undirbúning heim- sóknar hennar gleymdi hann Twist alger- lega; og þegar hann seint og um síðir gerði sér ljóst, að hvolpinn var hvergi að finna í íbúðinni, kom honum ekki annað til hugar en að hann væri uppi hjá Sheelu Storm. Honum líður víst áreiðanlega vel þar, hugsaði hann — allt að því öfund- sjúkur. Verði honum líka að góðu! Allt í einu var hann farinn að hugsa um Sheelu og búinn að gleyma hinni ofur- ljóshærðu lífstykkisklæddu Felicity sem vann á dansstaðnum. Hafði hann ekki varpað frá sér gullinu fyrir gylltan leir? Honum varð undarlega órótt við þá til- hugsun, en hann varpaði henni frá sér og ákvað með sjálfum sér að njóta kvöldsins eins og kostur væri. Þegar Felicity kom, var hún í Ijómandi góðu skapi, en eigi að síður þótti honum sem eitthvað byggi á bak við alla þá gleði hennar. Hún var ósyrk og augnaráð henn- ar flöktandi. „Nei, en hvað þú býrð flott!“ hrópaði hún upp og sneri sér í allar áttir. „Þér hlýtur að líða alveg ofsalega vel hér! Komdu. Við skulum setjast fyrir framan arininn og láta okkur líða vel báðum. Þú setzt þarna og hagar þér skikkanlega, en ég setzt hér, og svo býðurðu mér sígar- ettu.“ Hann kveikti í sígarettu fyrir hana, og hún reykti og lét móðan mása. Skyndilega sneri hún sér að honum, ögrandi. „Þú sit- 9

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.