Heimilisblaðið - 01.01.1979, Blaðsíða 10
ur bara stífur eins og merkikerti — kær-
irðu þig ekkert um mig lengur?“
„Hvort ég kæri mig ekkert um þig, litla
nornin þín! Þú veizt, að þú gerir mig brjál-
aðan!“ hálfhvæsti hann og greip yfir um
hana. Andartak lá hún í örmum hans og
hann kyssti hana hvað eftir annað. Og á
þeirri stundu varð John ljóst, að hún gat
svo sem vakið með honum hvatir, — en
jafnframt, að hann myndi ekki geta elsk-
að hana á þann hátt sem hann helzt hafði
óskað sér að elska þá konu sem hann ætl-
aði sér að eiga.
Langdregin hringing dyrabjöllunnar
kom honum til að spretta á fætur af nokk-
urri skyndingu.
„Hver í ósköpunum getur þetta nú ver-
ið?“ spurði hann lágt, en fann um leið til
nokkurs léttis. „Það er víst bezt að ég at-
hugi það . . .“
Felicity var orðin náföl, og hún starði
á hann án þess að segja orð.
Fyrir framan dyrnar stóð kraftalega
vaxinn maður og loðbrýndur. „Er konan
mín stödd hér?“ spurði hann, áður en John
fengi orði upp komið.
„Konan yðar? Nei, örugglega ekki,“
svaraði John glaðlega.
„Það er tilgangslaust fyrir yður að leyna
mig sannleikanum,“ sagði þá maðurinn
hranalega. „Ég veit það nefnilega, að hún
er hér. Ég fylgdist með henni og sá hana
fara hingað inn.“
„Hver eruð þér eiginlega? Hvernig leyf-
ið þér yður að tala við mig á þennan hátt?
Farið leiðar yðar,“ sagði John, sem nú
var farinn að missa þolinmæðina.
Án frekari orðalenginga þokaði maður-
inn John til hliðar og skálmaði inn í stof-
una. John ætlaði sér að grípa í hann til
þess að koma honum burtu, en nam staðar
undrandi. Svipur Felicity gerði hann full-
komlega mállausan. Hún lá hreyfingarlaus
á legubekknum og reykti, og augu hennar,
sem áður höfðu verið blíð og glettin í senn,
voru nú hörð og stingandi.
„Jæja, svo að þér segið að konan min
sé hér ekki?“ hreytti maðurinn út úr ser.
„Þarna liggur hún þó. Má ég spyrja yður,
hvernig þér ætlið að útskýra það?“
„Konan yðar?“ hváði John. „Það getui"
ekki verið .. . “
„Þér getið þá spurt hána, ef þér trúið
mér ekki!“
Tillit Felicity sannfærði John um, a^
hann þyrfti ekki að spyrja hana, og skvndi-
lega varð honum ljóst, í hvers konar klípu
hann var kominn . . . Hún hafði lagt gildi"u
fyrir hann, til þess að hann lenti einmitt
í klípu. Hlutverk sitt hafði hún leikið af-
burða vel. Það var nánast ekki annað en
fjárkúgun. Skötuhjúin höfðu auðsjáanleg3
haft samantekin ráð um þetta. J °^n
fannst hann varla geta afborið þá smáu,
sem það myndi valda honum, ef hann yr^J
ekki við kröfum þeirra, hverjar sem þ®1
reyndust vera.
„Jæja, svo að þetta er þá þannig!“
Hann sneri sér að manninum. Hann
varla horft í þessi freku og blygðunarlausU
augu stúlkunnar lengur, þeirrar sem hafð1
haft hann að fífli.
„Hvað er það svo, sem þið farið fi’alTJ
á?“
„Þér hafið lokkað konuna mína hinga^
heim til yðar,“ sagði maðurinn hranaleg3,
„Ég gæti kært yður fyrir lögreglunni.'
„Stillið þér yður,“ svaraði John stuttui
í spuna. „Ég veit hvað þér viljið. Hva
mikið farið þér fram á?“
Það færðist vottur af sigurbrosi ytJ1
andlit mannsins. „Nú, við getum sagt tvU
til þrjú þúsund krónur og látið það nægia>
svaraði hann.
„Tvö til þrjú . .. ?“
„Afsakið að ég ónáða,“ hljómaði þá röd
úti við dyrnar. „En forstofudyrnar stóðu
opnar, og það var enginn sem heyi'ði a
ég bankaði, svo að ég gekk bara inn.
H E I M I L I S B L A Ð 1 H
10