Heimilisblaðið - 01.01.1979, Page 14
10.000 pesos!
í þóknun
FYRIR RUY DA LUZ
dauðan eða lifandi!
Corcuera.
„Hvað er þetta með leyfi að spyrja?“
spurði Toomey og reyndi mikið á sig til
að sjá þetta úr ökumannssætinu.
„Hverjum þeim er heitið tíu þúsund í
þóknun, sem nær í Ruy da Luz,“ sagði
Curzon glaðlega. „Dauðan eða lifandi
stendur þarna.“
Hann tók pappírsspjaldið niður af
veggnum. Límið var svo blautt, að það
gat límt ennþá. Curzon gekk aftur fyrir
vagninn og límdi skjalið á hann, svo að
allir gátu lesið það, sem fram hjá fóru.
Þetta var hættulegt gaman, en Curzon
hugsaði með sjálfum sér, að þannig mundi
hinn rauðverulegi Ruy da Luz eflaust hafa
hegðað sér. Hann sá líka, að andlit Mexíkó-
búans ljómaði af aðdáun. Hann hafði auð-
sjáanlega aflað sér vinar hérna.
Hann sneri sér í þá átt, þar sem Cor-
cuera kapteinn hafði numið staðar með
hermenn sína, og kallaði til hans:
„Þetta er allt of lítið!“
Sennilega hefur Corcuera kapteinn ekki
heyrt, hvað Curzon kallaði, en hann hefur
þó að minnsta kosti séð, hvað varð af aug-
lýsingu hans. Hann sat hreyfingarlaus eins
og áður og starði á mennina og vagninn,
sem staðnæmzt hafði fyrir framan húsið.
Curzon datt eitt augnablik í hug, hvort
hann ætti að hræða hann burtu með einu
skoti, en hætti þó við það. Stúlkurnar sátu
rólegar og virtust auðsjáanlega hafa sætt
sig við örlög sín, og hermennirnir þorðu
ekki að koma nær.
„Munduð þér svíkja Ruy da Luz fyrir
eina vesæla tíu þúsund pesos?“ spurði hann
Mexikóbúann og brosti vingjarnlega.
„Aldrei, senor!“ flýtti maðurinn sér að
segja. „Ekki þótt sextíu þúsund væru 1
boði.“
„Ég hefði mikla ánægju af því, að aflu
mér þessara tíu þúsunda,“ sagði Jay Coul-
ter öllum að óvörum og brosti ögrandi. ,,Ef
ég fengi aðeins tækifæri til þess —
mundi ég ekki hugsa mig um eitt augna-
blik.“
„Þakka yður fyrir aðvörunina, ungf7’11
góð!“ svaraði Curzon og brosti vingjai*n'
lega til hennar. „Svona hreinskilnar ættu
konur alltaf að vera. Það er alltaf gott að
vita, hvemig þær hegða sér,“ bætti hann
við með áherzlu og hélt áfraam að horfa
á Jay Coulter, þangað til hún' leit undan-
„Hver er þessi stúlka?“ spurði Mexíkó-
búinn hvíslandi og horfði á þessa fí^'
djörfu, ungu, bandarísku stúlku.
„Hún er aðeins einn af farþegunum með
vagninum/' sagði Curzon hátt og grein1'
lega.
Maðurinn gekk dálítið nær og sagði nieð
lágri röddu, um leið og hann gaut augun'
um til vagnsins: „Hina þekki ég. Hún el
dóttir don Gorzas Amors — þér vitið, stona
óðalseigandans. Ég gizka á, að þér takið
hana með yður, til þess að krefjast lausn-
argjalds fyrri hana?“
„tja-a — hvers vegna ekki?“ svarað'
Curzon dálítið hugsi.
„Eign don Amors nær yfir geysistó1
svæði hérna í kring,“ sagði bóndinn. „Þetfa
býli telst til óðalsins. Eg er ráðsmaðu1
hérna. Ef þér æskið, skal ég með glóð’1
geði segja honum frá, hvað þér krefjaS
mikilla peninga fyrir hana.“
„Nei, þakka yður fyrir, ég get sjálfu1
komið boðum til hans.“ Curzon horfði yf11
héraðið, sem hnígandi sólin baðaði í rau
leitu geislaskrúði. „Hvar er óðal don Go1
zas Amors?“ spurði hann.
„I þriggja mílna fjarlægð héðan.“ Rúðs
maðurinn benti eftir veginum, sem la
vinstri út af þjóðveginum „Það er í stoi'
heimilisblaði^
14