Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1979, Page 34

Heimilisblaðið - 01.01.1979, Page 34
Júmbó fellur alveg í stafi, þegar hann kemur auga á litla snigilinn, sem skríður eftir jörðinni fyrir fram an hann. Nú langar Jumbó ósköp til að eignast hús eins og snigillinn, sem hann getur borið á bakinu með sér hvert sem hann fer. Kalli og Palli biðja Júmbó að leggjast niður á meðan þeir smíða hus utan um hann. Að lokum er húsið tilbúið og stenduf Júmbó þá á fætur. Hinum dýrunum finnst þetta verfl kjánalegt, en Júmbó er ánægður með að eiga nU sitt eigið hús, rétt eins og snigillinn. ___________________ Kalla og Palla langar til að veiða flamingóann, þar sem hann stendur og sefur, og Kalla tekst að læð- ast að honum og grípa um fætur hans. Þá flýgur flamingóinn á loft og þá þorir Kalli ekki að sleppa takinu. Hann hrópar á hjálp, en flamingóinn flýgur áfram. Loks neyðist Kalli til að sleppa takinu á f® fuglsins og hrapar niður - beint ofan í reykhati á húsinu sínu. Sem betur fer slapp hann ómeidó - en þegar hann kemur út um dyrnar er hann k svartur eins og negri.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.