Iðunn - 01.01.1884, Blaðsíða 42

Iðunn - 01.01.1884, Blaðsíða 42
36 Björnstjerne Björnson: Bn brátt leit hann upp aftr og rendi augunum und- an inum fjaðrskygðu brúnurn upp í svörtu urðirnar, og skygndist eftir, hvort hann sæi ekki drotninguna eggþungaða og þjáða einhversstaðar þar á sveimi. Svo fló örninn af stað, og skömmu síðar sá furan hjónin á flugi bera við bláan og heiðskíran himin- inn, svifu þau þar fram og aftr jafnhátt hæsta fjalls- tindinum, og voru að ræða um heimilisástæður sínar. það var ekki laust við, að furunni væri heldr órótt; því að alt svo mikið sem hún fann til sín, þá fanst henni þó enn meiri hefð í að fá arnarunga til að vagga. þau svifu líka bæði niðr og beina leið til hennar. þau töluðu ekkert saman, en fóru þegar að sækja sér kvisti og sprek. Og furan þandi sig enn meir út, — en það var heldr enginn, sem gat meinað henni það. Bn það varð heldr skrafsamt milli hinna trjánna í skóginum, þegar þau sáu, fyrir hvaða upphefð stór- furan varð. þar var nú til að mynda dálítil geðs- leg björk, sem stóð og speglaði sig í tjörn, og hugsaði að hún mætti heldr búast við hlýlegu af gráhvítri máríu-erlu, sem vön var að taka sór í henni miðdags- dúr. Hún hafði ilmað rétt upp í nefið á máríu-erl- unni og límt flugur og fiðrildi föst á blöðin sín, svo að auðgjört var að veiða þau; meira að segja, hún hafði loksins í hitanum reist og beygt saman ofrlítið þétt greinahús, þakið með spánnýju laufi,— svo að máríu-erlan var hálfpartinn farin að búa um sig til sumarsins. Bn nú fór á annan veg: arnar- hjónin höfðu sezt að í stórfurunni, og nú varð hún að hafa sig á burt. En sú sorg ! Hún söng dillandi kveðjusöng, en ofboð lágt, svo að örninn skyldi ekki heyra það. Ekki fór bauninni betr fyrir nokkrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.